Fréttir

18.6.2014

5 íslenskir keramikhönnuðir taka þátt í New Designers í London



New Designers er stærsti viðburður sem haldinn er fyrir nýútskrifaða hönnuði í Bretlandi. Markmið sýningarinnar að sýna það allra nýjasta sem er að gerast hjá upprennandi hönnuðum landsins, á sama tíma gefa þeim tækifæri til þess að koma hönnun sinni á framfæri. 5 íslenskir hönnuðir sem eru að ljúka BA námi í kermaikhönnun frá University of Cumbria taka þátt í sýningunni sem fer fram dagana 25. júní til 28.júní í Business Design Center í London.


Þær Embla Sigurgeirsdóttir, Dagný Gylfadóttir, Hanna Gréta Pálsdóttir, Hrönn Waltersdóttir og Sigrún Jóna Norðdahl hafa síðastliðinn vetur stundað nám við hönnunardeild University of Cumbria í Englandi þaðan sem þær munu útskrifast með BA (Hons) í Keramikhönnun næstkomandi nóvember.

Leið þeirra lá til University of Cumbria í Englandi eftir að hafa lokið 2ja ára diplóma námi við Mótun, leir og tengd efni við Myndlistaskólann í Reykjavík. Að því námi loknu sóttu þær um að hefja nám á þriðja ári við hönnunardeild University of Cumbria en sá skóli hefur verið meðal fremstu Listaháskóla Englands.

Lokasýning nemenda við skólann fór fram daganna 30. maí – 6. júní s.l. í Carlisle í Englandi og í kjölfar hennar munu útskriftarnemendur taka þátt í New Designers sýningunni sem fer fram dagana 25. júní til 28.júní í Business Design Center í London.

New Designers er stærsti viðburður sem haldinn er fyrir nýútskrifaða hönnuði í Bretlandi. Á síðasta ári heimsóttu um 18.000 manns sýninguna og voru um 3500 hönnuðir sem sýndu verk sín. Sýningin er opin almenningi en er einnig vettvangur fyrir fyrirtæki og hönnuði að komast í kynni hvort við annað.

Mikill ávinningur getur verið að því fyrir nýútskrifaða hönnuði getur verið fólginn að því að taka þátt í sýningu á þessum mælikvarða. Eftir þátttöku á New Designer hyggjast þær sér að snúa aftur til Íslands þar sem hver fyrir sig stefnir á að koma sér upp vinnustofu og sinna árframhaldandi verkefnum.

Heimasíða New Designers er: www.newdesigners.com

Heimsíður þeirra eru:
www.emblas.com
www.dagnyceramics.com
www.hannagreta.com
www.hronnwaltersgallery.com
www.sigrunjona.com

Hópmynd, talið frá vinstri: Embla Sigurgeirsdóttir, Dagný Gylfadóttir, Sigrún Jóna Norðdahl, Hrönn Waltersdóttir og Hanna Gréta Pálsdóttir.
















Yfirlit



eldri fréttir