Hönnunarmiðstöð Íslands óskar eftir að ráða snilldarpenna, hugmyndaríkan og framsækin einstakling í starf ritstjóra. Ritstjóri mun leiða nýtt blað um hönnun og arkitektúr sem gefið verður út tvisvar á ári.
Um er að ræða hálft starf í Hönnunarmiðstöð. Ritstjóri heldur utan um og ber ábyrgð á útgáfu blaðsins í samstarfi við 3 manna ritstjórn.
Verkefni ritstjóra eru m.a.:
Ritstjórn blaðsins
Efnisöflun og skrif
Samskipti við hönnuði, ljósmyndara og prentsmiðju
Markaðs- og kynningarmál
Menntunar- og hæfniskröfur:
Háskólamenntun sem nýtist í starfinu
Góð þekking á hönnun og umhverfi hönnuða bæði á Íslandi og erlendis
Góð íslenskukunnátta skilyrði sem og mikil færni í textaskrifum
Góð enskukunnátta og kunnátta í Norðurlandamáli
Þekking á vefumhverfi og samfélagsmiðlum, tölvu- og tæknilæsi
Sjálfstæði í vinnubrögðum og mikill áhugi á starfinu
Umsóknum eiga að fylgja starfsferilskrár og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningi fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Starfsmaður hefur störf eins fljótt og kostur er.
Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir að senda umsóknir á halla@honnunarmidstod.is. Umsóknarfrestur er til og með 22. júní 2014.