Fréttir

5.6.2014

Leiðbeiningarit um tollun frumgerða og sýnishorna



Út er komið skýrt og aðgengilegt leiðbeiningarit um tollun frumgerða og sýnishorna. Hönnunarmiðstöð Íslands gefur leiðbeiningaritið út en verkefnið er unnið með stuðningi frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti í samstarfi við hönnunarfyrirtækin Farmers Market, KronKron, Tulipop, Igló, Ella, Freebird, Steinunn, Tollstjóraembættið og hraðflutningsfyrirtækin DHL, IceTransport, Express og TNT.


Verkefnið hófst árið 2011 með fundum Hönnunarmiðstöðvar Íslands, tollstjóraembættis, fjármála- og iðnaðarráðuneytis og umræðan því verið lengi í gangi.

Leiðbeiningarnar eru fyrir tollayfirvöld annars vegar og fyrir hönnuði hins vegar.Verkefnið var unnið í góðu samstarfi ofantaldra aðilla þess að greina mætti þau vandamál sem hönnuðir standa frammi fyrir í dag. Tilgangur verkefnisins er að útlista bestu lausn við tollun miðað við tollalögin í dag og finna leiðir sem væri hægt að vinna að til framtíðar með betri lausn í huga.

Soffía Theódóra Tryggvadóttir stýrði verkefninu fyrir hönd Hönnunarmiðstöðvar Íslands. Soffía er með meistaragráðu í stjórnun og stefnumótun frá Háskóla Íslands og stýrir veftímaritinu Nordic Style Magazine.

Hér má hlaða niður leiðbeiningaritinu.
















Yfirlit



eldri fréttir