Fréttir

4.6.2014

Auglýst eftir fræðimanneskju í rannsóknarverkefni



Gljúfrasteinn, Hönnunarsafn Íslands og Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi, auglýsa eftir fræðimanneskju til að vinna að rannsókn um sögu og tilurð íslensku lopapeysunnar. Miðað er við þriggja mánaða verkefni og að rannsóknarvinnan hefjist eigi síðar en 1. september 2014. Niðurstöðum skal skilað í skýrslu og með kynningu.

Hæfniskröfur:
Háskólapróf í hug- og félagsvísindum eða skyldum greinum.
Reynsla af svipuðum rannsóknarverkefnum gagnleg.
Umsækjandi þarf að geta starfað sjálfstætt.

Nánari upplýsingar um verkefnið veitir Guðný Dóra Gestsdóttir, gudny@gljufrasteinn.is

Verkefnislýsingu má finna hér: gljufrasteinn.is/is/um_gljufrastein/lopapeysuverkefnid/

Umsóknarfrestur er til 16. júní nk. og skal senda umsókn ásamt starfsferilskrá til Gljúfrasteins, b.t. Guðnýjar Dóru Gestsdóttur, Gljúfrasteini, 270 Mosfellsbæ, eða á netfangið: gudny@gljufrasteinn.is

















Yfirlit



eldri fréttir