Fréttir

11.7.2014

Sumargöngur í Hafnarfirði



Í sumar verður boðið upp á menningargöngur með leiðsögn um svæðið umhverfis miðbæ Hafnarfjarðar öll fimmtudagskvöld kl. 20. Gengið er frá Hafnarborg eða Pakkhúsi Byggðasafns Hafnarfjarðar. Hver ganga tekur um klukkustund, þátttaka er ókeypis og allir velkomnir.

Fyrsta gangan verður farin fimmtudagskvöldið 5. júní, en þá mun Sigurður Hallgrímsson fyrrum hafnsögumaður leiða gesti um svæði Hafnarfjarðarhafnar og segja frá uppbyggingu og sögu hafnarinnar. Gangan hefst kl. 20 við Pakkhús Byggðasafnsins.

Göngurnar njóta stuðnings frá Hafnarfjarðarhöfn.

Dagskrá:

5. júní
Lífæð atvinnulífs – Hafnarfjarðarhöfn

12. júní
Eilífur straumur – saga rafmagns og virkjana í Hafnarfirði

19. júní
Konur sem setja svip á söguna

26. júní
Á milli þilja – ljósmyndasýning við strandstíginn skoðuð

3. júlí
Hjátrú og hindurvitni

10. júlí
Friðuð og falleg hús

17. júlí
Á milli vita – sögusvið bóka Guðrúnar Helgadóttur

24. júlí
Spor Guðjóns Samúelssonar í Hafnarfirði

31. júlí
Skrúðgarðurinn Hellisgerði

7. ágúst
Verslunarsaga Hafnarfjarðar

14. ágúst
Söguganga um gamla bæinn

21. ágúst
Nýjar kirkjur í nýjum kaupstað

28. ágúst
Bíóin í Hafnarfirði
















Yfirlit



eldri fréttir