Fréttir

4.6.2014

Aðalfundur Hönnunarmiðstöðvar



Aðalfundur Hönnunarmiðstöðvar var haldinn í gær, 3. júní 2014. Auk hefðbundna dagskrárliða var á fundinum undirritaður samningur á milli félaganna 9 sem eiga Hönnunarmiðstöð um útgáfu nýs tímarits um hönnun. Við sama tilefni var einnig úthlutað úr hönnunarsjóði.

Á fundinum flutti Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra ávarp, Borghildur Sturludóttir formaður stjórnar fór yfir árið og Halla Helgadóttir framkvæmdarstjóri Hönnunarmiðstöðvar sagði frá stærstu verkefum Hönnunarmiðstöðvar.

Hér má skoða ársskýrslu Hönnunarmiðstöðvar 2013, þar sem farið er yfir árið í máli, myndum og tölum:
















Ný stjórn Hönnunarmiðstöðvar var mynduð í gær en í henni sitja fulltrúar allra fagfélaganna 9 sem eiga Hönnunarmiðstöð.

Hönnunarmiðstöðin þakkar Borghildi Sturludóttur formanni stjórnar, Björgu Pjetursdóttur og Steinunni Sigurðardóttur fyrir kraftmikil og óeigingjörn störf í þágu allra hönnuða og arkitekta og býður nýja stjórnarmeðlimi hjartanlega velkomna.


Stjórn Hönnunarmiðstöðvar 2014-2015

Egill Egilsson, formaður stjórnar [Félag vöru- og iðnhönnuða],
Íva Rut Viðarsdóttir, varaformaður stjórnar [Félag húsgagna- og innanhússarkitekta],

Arna Arnardóttir [Félag íslenskra gullsmiða],
Áslaug Katrín Aðalsteinsdóttir [Félaga íslenskra landslagsarkitekta],
Bryndís Bolladóttir [Textílfélagið],
Guðný Hafsteinsdóttir [Leirlistafélag Íslands],
Hörður Lárusson, tók við stjórnarsetu eftir aðalfund 2013 [Félag íslenskra teiknara],
Kristján Örn Kjartansson [Arkitektafélag Íslands],
Laufey Jónsdóttir [Fatahönnunartfélag Íslands],

Stjórn Hönnunarmiðstöðvar 2013-2014

Borghildur Sölvey Sturludóttir, formaður stjórnar [Arkitektafélag Íslands],
Egill Egilsson, varaforaður stjórnar [Félag vöru- og iðnhönnuða],

Arna Arnardóttir [Félag íslenskra gullsmiða],
Áslaug Katrín Aðalsteinsdóttir [Félaga íslenskra landslagsarkitekta],
Björg Pjetursdóttir [Textílfélagið],
Guðný Hafsteinsdóttir [Leirlistafélag Íslands],
Íva Rut Viðarsdóttir [Félag húsgagna- og innanhússarkitekta],
Hörður Lárusson, [Félag íslenskra teiknara],
Steinunn Sigurðardóttir [Fatahönnunartfélag Íslands],


Hér má sjá fleiri myndir úr gillinu.




Ljósmynd: Julia Schygulla, á myndina vantar Bryndísi Bolladóttur.

















Yfirlit



eldri fréttir