Önnur úthlutun úr hönnunarsjóði fór fram á aðalfundi Hönnunarmiðstöðvar Íslands í Vonarstræti 4b, í gær 3. júní kl. 17. Úthlutað var til þrettán verkefna framúrskarandi hönnuða og arkitekta, samtals að fjárhæð 17,5 miljónum.
Meginhlutverk sjóðsins er að efla þekkingu, atvinnu- og verðmætasköpun á sviði hönnunar og arkitektúrs með fjárhagslegum stuðningi. Veittir eru styrkir til margvíslegra verkefna; þróunar og rannsókna, verkefna- og markaðsstarfs auk ferðastyrkja. Að þessu sinni bárust sjóðnum 100 umsóknir af öllum sviðum hönnunar og 41 umsókn um ferðastyrk. Samtals var sótt um rúmlega 200 m. kr. sem er tífalt hærri upphæð en það sem sjóðurinn hefur úr að spila.
Þrettán verkefni fengu styrk og voru flestar styrkupphæðirnar á bilinu 1-2 m. kr. Hæsta styrkinn, 2.5 m. kr. hlaut fatahönnuðurinn Bóas Kristjánsson fyrir kynningu á vörumerki sínu á alþjóðlegum hátískumarkaði. Þar að auki verða veittir tíu ferðastyrkir að upphæð 100 þús. kr. hver.
Meðal verkefna sem hlutu styrki eru þróun á nýjum fata-, vöru- og húsgagnalínum. Þá hlutu fatahönnunarfyrirtæki, grafískir hönnuðir, vöru- og húsgagnahönnuðir, leirkerahönnuðir og hönnunargallerí styrki til markaðssetningar erlendis. Styrkt er til úgáfu á upplýsingarriti um hlutverk arkitekta, sem og sýningarhalds á landsbyggðinni. Styrkirnir dreifast jafnt til ungra hönnuða og þeirra reyndari sem hyggja á frekari landvinninga.
Styrkþegar hönnunarsjóðs 2014
Bóas Kristjánsson (2,5 milljónir - verkefnastyrkur)
Bóas Kristjánsson fyrir kynningu, sölu og framsetningu vörumerkis á alþjóðlegum hátískumarkaði.
Reykjavík Letterpress (2 milljónir – markaðs- og kynningarstyrkur)
Reykjavík Letterpress fyrir markaðssetningu og kynningu á fylgihlutum í Danmörku.
Sigríður Sigurjónsdóttir (2 milljónir – markaðs- og kynningarstyrkur)
Sigríður Sigurjónsdóttir fyrir markaðs- og kynningarátak Spark Design Space.
Studiobility ehf. (2 milljónir – markaðs- og kynningarstyrkur)
Studiobility ehf. fyrir markaðssetningu á nýjum vörum eftir unga og efnilega hönnuði.
Þórunn Árnadóttir (1,5 milljón - verkefnastyrkur)
Þórunn Árnadóttir fyrir þróun vörulínunar Sipp og Hoj.
Ígló ehf. (1,5 milljón - verkefnastyrkur)
Ígló ehf. fyrir hönnunarverkefnið – Songs from the horizon.
Magnea Einarsdóttir (1,5 milljón – þróunar- og rannsóknarstyrkur)
Magnea Einarsdóttir fyrir þróun á nýrri fatalínu fyrir haustið 2015.
Elísabet V. Ingvardóttir og Dóra Hansen
(1 milljón - verkefnastyrkur)
Elísabet V. Ingvardóttir og Dóra Hansen fyrir hönnunarsýningu í Djúpavík á Ströndum.
Guðrún Valdimarsdóttir (1 milljón - verkefnastyrkur)
Guðrún Valdimarsdóttir fyrir þróun og hönnun á húsgagnalínu.
Go Form (1 milljón - verkefnastyrkur)
Go Form Concept húsgögn fyrir húsgagnalínu og vali á framleiðslu- og markaðssetningaraðila á erlendum markaði.
Ólöf Jakobína Ernudóttir og Guðbjörg Káradóttir (800 þúsund – markaðs- og kynningarstyrkur)
Ólöf Jakobína Ernudóttir og Guðbjörg Káradóttir fyrir markaðssetningu og kynningu erlendis á matarstellinu Jöklu.
REY (600 þúsund - verkefnastyrkur)
Rebekka Jónsdóttir fyrir viðskiptaáætlun REY.
Arkitektafélag Íslands (350 þúsund - verkefnastyrkur)
Markaðsnefnd Arkitektafélags Íslands fyrir útgáfu stutts upplýsingarits um almennt hlutverk arkitekta.
Eftirtaldir hlutu ferðastyrk að upphæð 100 þús. kr.:
Arndís Sigríður Árnadóttir, Fatahönnunarfélag Íslands, Hanna Dís Whitehead, Hildur Ýr Jónsdóttir,
Hjördís Sigurgísladóttir og Dennis Davíð Jóhannesson, Ingibjörg Guðmundsdóttir, JÖR ehf., Sigríður
Ólafsdóttir, Steinunn Sigurðardóttir og Þórunn Hannesardóttir.