Fréttir

19.5.2014

Ertu með góða hugmynd fyrir Menningarnótt?



Hægt er að sækja um styrk í Menningarnæturpottinn til 8. júní. Veittir verða styrkir á bilinu 50-200.000 kr. til einstaklinga og hópa sem vilja skipuleggja fjölbreytta og áhugaverða viðburði á Menningarnótt.

Viðburðir hátíðarinnar fara fram á torgum, í húsasundum, görðum, galleríum, verslunum, menningarstofnunum og heimahúsum. Í ár verður kastljósinu beint að Hverfisgötu og verkefnum sem tengjast henni. Sú tenging er þó ekki skilyrði fyrir styrkveitingu og tekið er vel á móti öllum umsóknum.

Menningarnæturpotturinn er samstarfsverkefni Höfuðborgarstofu og Landsbankans sem hefur verið máttarstólpi Menningarnætur frá upphafi.

Tekið er við umsóknum um styrki úr sjóðnum á www.menningarnott.is, 10. maí til 8. júní. Móttaka á almennum umsóknum um þátttöku er til og með 1. ágúst.

Nánari upplýsingar um styrki hátíðarinnar veita viðburðastjórar Höfuðborgarstofu í síma 590 1500 og á menningarnott@reykjavik.is.
















Yfirlit



eldri fréttir