Sýningin Handverk og hönnun í Ráðhúsi Reykjavíkur verður haldin dagana 15. til 19. maí n.k. Á meðal þess sem hægt er að skoða á sýningunni í maí er handspunnið band, skartgripir, barnaföt, munir úr tré, leðurvörur, skór og fatnaður. Auk þessa verður á sýningunni sérstök kynning á hugmyndafræði MAKE by Þorpið og þeirri þjónustu við skapandi fólk sem verið er að byggja upp á Austurlandi. Sköpunarmiðstöðin á Stöðvarfirði, Þorpssmiðjan á Egilsstöðum og Ullarvinnsla frú Láru á Seyðisfirði kynna þjónustu sína og eigin vörulínu.
Þetta er í ellefta sinn sem HANDVERK OG HÖNNUN stendur fyrir og skipuleggur þennan viðburð en sýningin var haldin í fyrsta sinn árið 2006. Það eru listamennirnir og hönnuðirnir sjálfir sem kynna vörur sínar á sýningunni. Hægt að skoða kynningu á öllum þátttakendum í maí á síðunni
www.handverkoghonnun.is/radhusid
Opnunartími:
fimmtudagur 15. maí kl. 16 - 19
föstudagur 16. maí kl. 10 - 18
laugardagur 17. maí kl. 10 - 18
sunnudagur 18. maí kl. 10 - 18
mánudagur 19. maí kl. 10 - 18
allir velkomnir - aðgangur ókeypis
Mynd: Telma Magnúsdóttir sem hannar undir merkinu Varpið.