Hönnunarmiðstöð Íslands óskar eftir að ráða framsækinn og kraftmikinn einstakling í starf verkefnastjóra.Starfið er fjölþætt og verkefnastjóri stýrir ýmsum verkefnum og sinnir upplýsingagjöf, kynningarmálum og samskiptum. Verkefnastjóri ber ábyrgð á vefsíðu, með öflugri fréttaveitu.
Lykilverkefni verkefnastjóra eru:
-
Vefumsjón, fréttir og fréttabréf, umsjón með samfélagsmiðlum
-
PR - samskipti við fjölmiðla og fréttaflutningur
-
Almenn skrifstofustörf, ráðgjöf og þjónusta, símsvörun og úrlausn mála
-
Verkefnastjórnun, m.a. umsjón með fyrirlestraröð Hönnunarmiðstöðvar
-
Verkefna- og styrkumsóknir á Íslandi og erlendis
Menntunar- og hæfniskröfur:
-
Háskólamenntun sem nýtist í starfinu
-
Góð þekking á hönnun og umhverfi hönnuða hvoru tveggja á Íslandi og erlendis
-
Góð íslenskukunnátta skilyrði sem og færni í textaskrifum
-
Góð enskukunnátta skilyrði, kunnátta í norðurlandamáli mikill kostur
-
Þekking á vefumhverfi og samfélagsmiðlum, tölvu og tæknilæsi
-
Sjálfstæði í vinnubröðgum og mikill áhugi á starfinu
Umsóknum eiga að fylgja ítarlegar starfsferilskrár og kynningarbréf þar
sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningi fyrir hæfni
viðkomandi í starfið.
Starfsmaður hefur störf um miðjan ágúst.
Umsóknarfrestur er til og með 26. maí 2014.
Umsjón með starfinu hefur Ragnheiður Dagsdóttir (ragnheidur.dagsdottir@capacent.is) hjá Capacent Ráðningum. Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir að sækja um starfið á heimasíðu Capacent Ráðninga,
www.capacent.is.
Um Hönnunarmiðstöð
Hönnunarmiðstöð Íslands er upplýsinga- og kynningarmiðstöð fyrir íslenska hönnun á Íslandi og erlendis. Meginhlutverk Hönnunarmiðstöðvar er að efla skilning þjóðarinnar á mikilvægi hönnunar fyrir samfélagið og íslenskt efnahagslíf og benda á þá miklu verðmætasköpun sem getur falist í íslenskri hönnun fyrir þjóðfélagið allt. Hönnunarmiðstöð stuðlar að framgangi íslenskra hönnuða erlendis.
Í Hönnunarmiðstöð starfa 4 starfsmenn auk tímabundinna strfsmanna. Hönnunarmiðstöð er rekin af metnaði. Lögð er áhersla á samvinnu, opin samskipti, frumkvæði og gott andrúmsloft.
Hönnunarmiðstöð Íslands er í eigu Arkitektafélags Íslands, Félags húsgagna- og innanhússarkitekta, Félags íslenskra landslagsarkitekta, Félags vöru- og iðnhönnuða, Leirlistafélags Íslands, Fatahönnunarfélags Íslands, Textílfélagsins, Félags íslenskra gullsmiða og Félags íslenskra teiknara. Hönnunarmiðstöð er rekin fyrir fjárframlög frá Mennta- og menningarmálaráðuneyti og Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti.