Fréttir

5.5.2014

Vefsíðan Kaupstaður færir út kvíarnar



Vefsíðan Kaupstaður, sem selur íslenska hönnun á netinu er nú aðgengileg á ensku og finnsku. Aðstandendur Kaupstaðar vilja einnig aðstoða hönnuði að koma sér á framfæri og þá sérstaklega í Finnlandi.

Kaupstaður selur beint til einstaklinga en vill einnig vera gluggi fyrir íslenska hönnuði þegar kemur að því að nálgast endursöluaðila í Finnlandi. Þær Aldís og Rakel sem standa að baki síðunnar munu sjá um alla umsýslu fyrir hönnuði varðandi það ferli.

Á Kaupstað eru yfir 20 metnaðarfullir hönnuðir og alltaf fleiri bætast í hópinn en aðstandandur síðunnar vilja endurspegla það besta í íslenskri hönnun. Alltaf er verið að bæta í hópinn og geta áhugasamir haft samband hér.
















Yfirlit



eldri fréttir