Fréttir

28.4.2014

100 umsóknir bárust í hönnunarsjóð



Frestur til að sækja um í hönnunarsjóð rann út þriðjudaginn 15. apríl. 100 umsóknir bárust og alls var sótt um yfir 200 miljónir króna. Auk þess bárust 41 umsóknir um ferðastyrki. Til úthlutunar eru 20 miljónir og verður úthlutunin í lok maí. Þetta verður eina stóra úthutun sjóðsins á árinu en ferðastyrkir verða veittir alls fjórum sinnum á árinu 2014.

Að þessu sinni var hægt að sækja um styrki í fjórum flokkum; þróunar- og rannsóknarstyrki, verkefnastyrki, markaðs- og kynningarstyrki og ferðastyrki.

Tvær úthlutanir ferðastyrkja eru eftir á árinu og opnar fyrir umsóknir fyrir næsta útlhlutun 15. júlí. Hver ferðstyrkur nemur 100.000 kr.
Umsóknarfrestur 1. september. Opnað fyrir umsóknir 15. júlí.
Umsóknarfrestur 1. nóvember. Opnað fyrir umsóknir 15. september.

Um hönnunarsjóð

Hönnunarsjóður heyrir undir atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og er tekjustofn hans árlegt framlag sem Alþingi ákveður á fjárlögum. Í ár er framlag til sjóðsins 25 milljónir króna og fer Hönnunarmiðstöð Íslands ehf. með umsýslu sjóðsins.

Megin hlutverk hönnunarsjóðs er að efla þekkingu, ásamt atvinnu- og verðmætasköpun á sviði hönnunar og arkitektúrs með fjárhagslegum stuðningi. Sjóðurinn styrkir jafnframt kynningar- og markaðsstarf erlendis sem stuðlar að auknum útflutningi íslenskrar hönnunar.

Stjórn hönnunarsjóðs metur styrkhæfi umsókna og ákveður afgreiðslu þeirra. Fimm manna stjórn er skipuð til þriggja ára í senn. Núverandi stjórn Hönnunarsjóðs skipa: Halldóra Vífilsdóttir formaður, skipaður án tilnefningar, Íva Rut Viðarsdóttir varaformaður, Ástþór Helgason og Haukur Már Hauksson, öll tilnefnd af Hönnunarmiðstöð Íslands og Ásdís Spanó skipuð af mennta- og menningarmálaráðuneyti.
















Yfirlit



eldri fréttir