Fréttir

28.4.2014

Lög um öryggi barnafatnaðar



Neytendastofa vill koma þeim upplýsingum áleiðis til þeirra sem koma að kennslu og miðlun upplýsinga varðandi hönnun og framleiðslu barnafatnaðar að um framleiðslu á barnafatnaði gilda almenn ákvæði laga nr. 134/1995, um öryggi vöru og opinbera markaðsgæslu.

Í 2. gr. laganna segir:
„Framleiðendur mega einungis markaðssetja örugga vöru 
Vörur, sem ætlaðar eru til sölu, leigu eða hvers kyns annarrar afhendingar í atvinnuskyni á markaði, skulu vera þannig úr garði gerðar að þær fullnægi kröfum sem vegna almannahagsmuna eru gerðar til þeirra í lögum og reglugerðum eða stöðlum um öryggi vöru og vernd heilsu og umhverfis.
Með opinberri markaðsgæslu er leitast við að tryggja að vörur á markaði uppfylli settar reglur að þessu leyti.“

Í 8. gr. laganna er að finna nánari skýringu á hvað ber að hafa í huga við ákvörðun á því hvort að vara teljist vera örugg í skilningi laganna, sbr. eftirfarandi ákvæði 1. mgr. 8. gr. laganna:
„Örugg vara merkir sérhverja vöru sem við eðlileg eða fyrirsjáanleg notkunarskilyrði, þ.m.t. endingartíma, svo og kröfur sem gerðar eru um uppsetningu, viðhald og hvernig hún skal tekin í notkun, telst vera hættulaus fyrir einstaklinga, heilsu þeirra og eignir enda fullnægi hún almennum kröfum sem gerðar eru vegna almannahagsmuna um öryggi og vernd heilsu, svo og umhverfis.

Við mat á öryggi vöru skal einkum haft til hliðsjónar:
1. Eðli vörunnar, þ.m.t. samsetning hennar, umbúðir og samsetningarleiðbeiningar og, þar sem við á, uppsetningar- og viðhaldsleiðbeining.

2. Áhrif vörunnar á aðrar vörur ef fyrirsjáanlegt er að hún verði notuð með öðrum vörum.

3. Framsetning vörunnar, merkingar og, ef við á, varnaðarorð og leiðbeiningar um notkun og förgun auk hvers kyns ábendinga eða upplýsinga um vöruna.

4. Hvort varan er gerð fyrir tiltekinn markhóp neytenda sem getur stafað sérstök hætta af vörunni, t.d. börn og eldra fólk.“...


Í 1. mgr. 9. gr. laganna segir:
„Framleiðsla og dreifing vöru, svo og þjónusta sem veitt er í tengslum við vöruviðskipti, skulu ávallt vera í samræmi við ákvæði laga, reglugerða og annarra stjórnvaldsfyrirmæla sem gilda hverju sinni um öryggi vörunnar.“

Einnig segir í 2. mgr. 9. gr. að vara teljist vera örugg ef hún uppfyllir skilyrði sem fram koma í íslenskum stöðlum sem innleiða Evrópustaðla, sem tilvísun hefur verið birt í hér á landi og í Stjórnartíðindum Evrópubandalagsins í samræmi við tilskipun um öryggi vöru.

Staðlar um barnafatnað sem gilda hér á landi eru:

-ÍST EN 14682:2007 : Öryggi barnafatnaðar - Bönd og reimar í barnafatnaði - Forskriftir
Safety of children´s clothing - Cords and drawstrings on children´s clothing - Specifications.
Nánari upplýsingar um staðla má nálgast hér: stadlar.is/verslun

Þá er einnig til tækniskýrsla CEN/TR 16446:2012 Textiles - Safety of children´s clothing - Guidance on teh use of EN 14682:2007 sem eru leiðbeiningar til notkunar með 14682:2007.

Ástæða sú að staðlar um bönd í barnafatnaði var gerð var sú að börn höfðu slasast og látist af völdum banda í fatnaði. Í vinnslu er uppfærsla á staðlinum 14682:2007 og má vænta að hann verði birtur á þessu ári. Vinsamlegast fylgist með því hjá Staðlaráði Íslands.

ÍST EN 14848:2007 : Textiles - Burning behaviour of children's nightwear - Specification.

Ennfremur gilda hér á landi reglur um bann/takmarkanir á losun ýmissa efni í barnafatnaði og skóm.

Bannað er að markaðssetja vörur, þ.m.t. fatnað sem inniheldur DMF og fer Neytendastofa með eftirlit með ákvörðun framkvæmdastjórnar EU nr. 2009/25/EC,
sjá nánar hér: stjornartidindi.is

Í 3. mgr. 9. gr. laganna, sbr. einkum 2., 3. og 5. tölul. segir:
„Í þeim tilvikum þar sem ákvæði um öryggi vöru er ekki að finna í reglum eða stöðlum í samræmi við 1. og 2. mgr. skal öryggi vörunnar m.a. metið með hliðsjón af eftirfarandi: ...

2. Tilmælum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins þar sem fram koma viðmiðunarreglur um mat á öryggi vöru.

3. Gildandi lögum og reglum um góðar starfsvenjur varðandi öryggi vöru innan viðkomandi atvinnugreinar.
...
5. Öðrum viðeigandi atriðum, þar á meðal eðli vöru, öðrum vörum sem húnn er notuð með, tæknistigi og tækni og því öryggi sem neytendur eiga að geta vænst með réttu.“
...

Engin staðall fyrir tölur og smellur í barnafatnaði hefur enn sem komið verið samþykktur hér á landi. Hins vegar finnst breskur staðall um smellur í barnafatnaði nr. BS 7907 Code of practice for the design and manufacture of children´s clothing to promote mechanical safety og vill Neytendastofa benda á að hægt er að nota hann til viðmiðunar við framleiðslu á barnafatnaði með smellum. Sjá nánar m.a. hér: shop.bsigroup.com/en/ProductDetail

Einnig er til spænskur staðall um áfestingu talna á barnafatnað nr. UNE 40902 Seguridad de las prendas de bebé. Propiedades fisicas y mecánicas og vill Neytendastofa benda á að hægt er að nota hann til viðmiðmiðunar við framleiðslu á barnafatnaði með tölum. En hann er einnig til á ensku og heitir Safety of baby garments. Physical an mechanical properties. Sjá nánar hér á inná spænsku staðlasamtökin www.en.aenor.es/aenor/normas/normas

Veruleg hætta getur skapast ef smellur og tölur losna af barnafatnaði og setji ungbörn slíkar tölur í munn sér getur það leitt til öndunarörðugleika eða jafnvel köfnunar. Umhverfisstofnun getur veitt frekari upplýsingar hvaða efni eru bönnuð/takmörkuð í barnafatnaði.

Að lokum skal þess getið að það er alfarið á ábyrgð framleiðenda að kynna sér þau lög, reglugerðir settar samkvæmt þeim og þá staðla sem um framleiðslu þeirra gilda.

Mynd: Ígló&Indí
















Yfirlit



eldri fréttir