Miðvikudaginn 23. apríl kl. 12.10 heldur bandaríski vísindamaðurinn og listamaðurinn Joe
Davis erindið Apples and Aliens í fyrirlestrarröð Hönnunar- og arkitektúrdeildar Listahákóla Íslands, GESTAGANGI í Þverholti 11, fyrirlestrarsal A.
Joe Davis er oft kallaður “brjálaði vísindamaðurinn” í MIT. Hann hefur sinnt rannsóknum á sviði sameindalíffræði og erfðafræði en hefur, undanfarin ár, í auknum mæli nýtt þekkingu sína af vísindum í listsköpun sinni. Hann hefur meðal annars grætt alfræðiþekkingu mannkyns í genakóða eplis, tekið þátt í fjölda verkefna sem kanna möguleikann á samskiptum við geimverur.
Hann mun ræða þessi og önnur verkefni sín í fyrirlestrinum.
Joe hefur komið víða við á löngum ferli, sem dæmi um akademískar stöður sem hann hefur sinnt má nefna: Lektor/rannsakandi við “MIT Center for Advanced Visual Studies” (1981-1990). Rannsakandi við “Alexander Rich Laboratory, MIT Department of Biology” (1990-nú). Rannsakandi við “McLuhan Program, University of Toronto” (1995 – 2008). Lista- og vísindamaður við “George Church Laboratory, Department of Genetics, Harvard Medical School”
(2010-nú). Sem dæmi um viðurkenningar hlaut Joe “Golden Nica” verðlaunin í hinni virtu nýmiðlalistahátið “Ars Electronica” árið 2012.
Fyrirlestur Joe við Hönnunar- og arkitektúrdeildar Listaháskóla Íslands er í boði Lornalab.
Fyrirlesturinn fer fram á ensku og eru allir velkomnir.