Næsta vísindaferð Arkitektafélagsins verður farin miðvikudaginn 23. apríl, á síðasti vetrardegi. Komið verður saman klukkan 16 í Hannesarholti og farið þaðan í gönguferð í Sæmundargarða og Stúdentakjallarann þar sem vetrarlokum verður fagnað. Öllum er hjartanlega velkomið að slást í för.
Dagskrá
Kl. 16:00 | Hannesarholt, Grundarstíg 10, á horni Skálholtsstígs og Grundarstígs
Skoðuð verður viðbygging og endurgerð þessa gamla íbúðarhúss Hannesar Hafstein, sem nú gengir hlutverki veitngastaðar og menningarseturs. Þar munu höfundar frá ARGOS leiða okkur um húsið og hönnun þess.
Kl. 17:00 | Sæmundargarðar
Skoðaðir verða nýjir stúdentagarðar við Sæmundargötu. Þar munu höfundar frá Hornsteinum leiða okkur um húsin og segja frá hönnun og tilurð verkefnisins.
Kl. 18:00 | Háskólatorg og nýji Stúdentakjallarinn
Hornsteinar eru jafnframt arkitektar þess, og þar verður skálað fyrir vetrarlokum og spjallað.
Ábending frá skemmtinefnd AÍ:
„ Allar tímasetningar eru sirka - nema sú fyrsta kl. 16 (eðlilega). Restin af kvöldinu er til ráðstöfunar við frekari mjöð-rannsóknir í Stúdentakjallarnum nú eða í miðbæjarkjarnanum en Kaffibarinn yrði þá fyrsti áfangi eftir HÍ. En ef menn vilja tryggja gott umtal um sig, er rétt að mæta !!! “