Fréttir

8.4.2014

Gestagangur í LHÍ | Boegli Kramp Architekten



Þriðjudaginn 15. apríl kl. 20.00 heldur svissneski arkitektinn Adrian Kramp fyrirlestur sem hann nefnir Simply Complex, þar sem hann fjallar um verk arkitektastofunnar Boegli Kramp Architekten. Fyrirlesturinn er í fyrirlestrarröð Hönnunar- og arkitektúrdeildar Listahákóla Íslands, GESTAGANGI í Þverholti 11, fyrirlestrarsal A.

Svissnenska arkitektastofan Boegli Kramp í Fribourg í Sviss var stofnuð af þeim Mattias Boegli og Adrian Kramp árið 2001 og hefur hún starfað óslitið síðan þá. Vinna stofunnar einkennist af nákvæmri skoðun á staðnum, þar sem hið óvænta og óþekkta í umhverfinu er dregið fram í hönnunarferlinu. Þessi einkenni staðarins endurspeglast svo í arkitektúr sem er einfaldur og flókinn í senn.

Þeir hafa tekið þátt í fjölda samkeppna og sigrað í nokkrum þeirra sem hefur leitt til byggðra verka svo sem Menntaskóli í Payerne, Elliheimili í Läufelfingen, heimili fyrir fatlaða í Mollie-Margot, háskólabyggingar, íþróttahús og fleira. Öll eru verkin í Sviss.

Á borðum stofunnar í dag eru fjölbreytt verkefni svo sem fjölbýlishús í miðborg Fribourg, bygging héraðsdómstóls ásamt ýmsum breytinga- og endurbyggingarverkefnum.

Frá árinu 2007 hafa Mattias Boegli og Adrian Kramp verið fastráðnir kennarar í Arkitektur- og Verkfræðiskólanum í Fribourg. Þeir eru virkir í félagsstörfum svissneskra arkitekta og ásamt því að sitja reglulega í dómnefndum í arkitektasamkeppnum.

Fyrirlesturinn fer fram á ensku og eru allir velkomnir.

www.boeglikramp.ch
















Yfirlit



eldri fréttir