HönnunarMars fór fram dagana 27. mars til 30 mars. Yfir hundrað spennandi viðburðir, sýningar og fyrirlestrar voru á dagskrá HönnunarMars í ár. Hátíðin kynnir íslenska hönnun og arkitektúr, atvinnugreinar sem spanna mjög vítt svið. Á HönnunarMars er efnt til stefnumóta milli hönnuða og annarra greina með sýningum, fyrirlestrum, málþingum, viðskiptafundum og gleði.
Uppselt var á DesignTalks 2014 í Hörpu en dagskráin hefur aldrei verið glæsilegri en í ár. Mikill fjöldi gesta sóttu sýningar út um alla borg sem iðaði af lífi sem aldrei fyrr. Það er mál manna að innihald sýninga og metnaður hönnuða og arkitekta hafi aldrei verið betri og meiri.
HönnunarMars færði okkur vorið í ár sem gerir hátíðina enn ánægjulegri. Upplýsingar um hátíðina og stemninguna var hægt að fanga í ýsmum miðlum, t.d. á
honnunarmars.is og á
bloggi Hönnunarmiðstöðvar og á
Facebook,
Instragram og
Twitter. Merki hátíðarinnar er
#honnunarmars og
#designmarch.
Hér að neðan eru listi yfir sýningar sem verða opnar áfram.
Sjáumst á HönnunarMars 19.-22. mars 2015!
Nesið okkar | Bókasafnið á Seltjarnarnesi | 4. apríl
Litbrigði | Gerðubergi | 6. apríl
Kroterí | Gallerí Dusted | 16. apríl
// W // | Ljósmyndasafn Reykjavíkur | 29. apríl
Shopshow | Hafnarborg | 11. maí
Svartur Snjór | STEiNUNN Studio, Grandagarður 17, 101 Reykjavík | 1. september
Ertu tilbúin frú forseti | 5. október