Fréttir

2.4.2014

Hönnuðir hittast | Endurmat á HönnunarMars 2014



Hönnuðir hittast næst 9. apríl og verður fundurinn tileinkaður nýafstöðnum HönnunarMars. Þátttakendum gefst þá tækifæri til að ræða saman og við skipuleggjendur hátíðarinnar um framkvæmdina, hvað gekk vel og hvað hefði mátt ganga betur.

Endurmatsfundir líkt og þessir eru mikilvægir í þróun hátíðarinnar til framtíðar og þátttakendur og aðrir hönnuðir hvattir til að mæta.

Hér má skrá sig á viðburðinn á Facebook.


Sjáumst á Bergson Mathúsi, Templarasundi 3, miðvikudaginn 9. apríl kl. 17:30!
















Yfirlit



eldri fréttir