HönnunarMars hefst í næstu viku og verður settur formlega fimmtudaginn 27. mars og stendur til sunnudagsin 30. mars. Dagskráin er nú aðgengileg á honnunarmars.is en prentaða dagskrárbókin fer í dreifingu um helgina og hægt er nálgast hana rafrænt hér.
Það eru íslenskir hönnuðir og arkitektar sem bera hitann og þungann af dagskrá hátíðarinnar og í ár bjóða þeir til fyri 100 viðburða, innsetninga og sýninga víða um borg yfir hátíðardagana.
Marsblað Grapevine kom út 14. mars og það er tileinkað HönnunarMars að vanda. Þar er einnig að finna dagskrá hátíðarinnar auk umfjöllunar um hönnuði og nokkra viðburði hátíðarinnar.
Aukablað
Morgunblaðsins sem tileinkað er HönnunarMars kemur út á fimmtudeginum 27. mars, þegar hátíðin er formlega sett og þar verður að finna fjölda greina og viðtala við íslenska hönnuði auk umfjallana um viðburði.
Vefsíður hátíðarinnar
honnunarmars.is og
designmarch.is eru farsímavænar.
Gleðilegan HönnunarMars!