Fréttir

19.3.2014

Pantið áhrifin á Satt Restaurant



Á Hönnunarmars opnar veitingastaðurinn Pantið áhrifin, á Satt Restaurant (Icelandair Hotel Reykjavík Natura þar sem gestir geta pantað sér mat út frá þeim áhrfinum sem maturinn hefur. Styrktu heilann, beinin eða hjartað! Verð fyrir þriggja rétta matseðil auk lystauka er 7.900 kr.

– Matur er meira en bara magafylli

Á veitingastaðnum Pantið áhrifin geta gestir pantað sér áhrif máltíðarinnar. Gestir eru sjónrænt minntir á að líkamar okkar séu vélar sem þurfa umönnun og eldsneyti og að kraftur fæðunnar sé mikill. Hægt verður að velja milli forrétta, aðalrétta og eftirrétta sem hafa jákvæð áhrif á mismunandi líffæri eða líffærakerfi. Matreiðslumenn, hönnuðir og næringarfræðingar hafa unnið að þessari ógleymanlegu máltíð. Upplifunarhönnun eins og hún gerist best!

Verð fyrir þriggja rétta matseðil auk lystauka er 7.900 kr. Veitingastaðurinn Pantið Áhrifin verður opinn frá 25 –30. mars. Borðapantanir í síma 444 4050 og hér á vefsíðu Satt.

• Mið.18:00—22:00
• Fim.18:00—22:00
• Fös.18:00—22:00
• Lau.18:00—22:00

Verkefnið var unnið í faglegri samvinnu hönnuða, bænda, ýmissa fyrirtækja, matreiðslumanna og næringarfræðinga. Pantið áhrifin varð til í Listaháskóla Íslands haustið 2009 en hugmyndin kviknaði í áfanga sem kallast Stefnumót hönnuða og bænda. Þá unnu vöruhönnunarnemar og íslenskir bændur saman í hópum við nýsköpun og verðmætaaukningu í íslenskum landbúnaði. Verkefnið hlaut m.a. Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands.

DesignMarch 27-30.3.2014 Teaser | Order to Effect from Iceland Design Centre on Vimeo.

















Yfirlit



eldri fréttir