Fréttir

17.3.2014

Advania samstarfsaðili DesignTalks 2014



Á föstudaginn s.l., þann 14. mars var samstarfssamningur á milli Advania og Hönnunarmistöð undirritaður, en samstarfið snýr að fyrirlestradegi HönnunarMars, DesignTalks, sem haldinn verður með stuðningi frá Advania.


Advania er stærsta fyrirtæki á Íslandi á sviði hugbúnaðar og upplýsingartækni og hefur þ.a.l. sérstakan áhuga á að kynnast Robert Wong, hönnunarstjóra Google Creative Lab, sem er einn af fyrirlesurum DesignTalks.

DesignTalks 2014, fyrirlestadagur HönnunarMars markar upphaf hátíðarinnar, líkt og undanfarin ár. Einvala lið alþjóðlegra hönnuða og arkitekta flytja erindi á fyrirlestadeginum sem ber heitið Dealing with Reality. Þar verða ný hlutverk hönnuða og arkitekta í brennidepli og hönnun skoðuð sem leiðandi afl á umrótatímum, í óvæntu samhengi og samstarfi.

Auk Robert Wong halda stórstjörnunar Calvin Klein, Kathryn Firth, arkitekt og hönnunarstjóri London Legacy Development Corporation, Marco Steinberg, arkitekt og fyrrum stjórnandi Helsinki Design Lab og Mikael Schiller, stofnandi og stjórnarformaður sænska fatamerksins Acne Studios fyrirlestra á DesignTalks í ár, sem fer fram í Silfurbergi í Hörpu.

Fundarstjórar eru Hlín Helga Guðlaugsdóttir, listrænn stjórnandi DesignTalks 2014 og Stephan Sigrist frá svissnesku hugveitunni W.I.R.E.

Nánari upplýsingar um fyrirlestradeginn má finna hér
Viðburðinn á Facebook má finna hér

Miðinn á DesignTalks kostar einungis 7900kr. og það eru nokkrir myndir óseldir, tryggðu þér miða á harpa.is!

















Yfirlit



eldri fréttir