Copenhagen Fashion Summit verður haldið í þriðja sinn í Óperuhúsinu í Kaupmannahöfn þann 24. apríl 2014. Ráðstefnan fjallar um sjálfbærni, tísku og samfélagslega ábyrgð tískuiðnaðarins og er viðburðurinn er sá stærsti sinnar tegundar í heimi. 12 hönnuðir frá Norðurlöndunum sýna föt sem framleidd eru á umhverfisvænan og sjálfbæran hátt. Þeirra á meðal er JÖR by Guðmundur Jörundsson.
Þeir sem standa að ráðstefnunni eru Nordic Fashion Association og Danish Fashion Institute en Hönnunarmiðstöð Íslands og Fatahönnunarfélag Íslands eru meðlimir af Nordic Fashion Association sem stofnuðu Copenhagen Fashion Summit og NICE verkefnið.
Copenhagen Fashion Summit er haldið annað hvert ár og í ár eru það 12 hönnuðir frá Norðurlöndunum sýna föt sem framleidd eru á umhverfisvænan og sjálfbæran hátt. Þeirra á meðal er JÖR by Guðmundur Jörundsson.
Markmið Nordic Fashion Association er að koma norrænum tískuiðnaði í forystu á heimsvísu hvað varðar samfélagslega og umhverfislega ábyrgð og sjálbærni í viðskiptalausnum.
Norðurlöndin eru sameiginlega að leiða umræðuna, á heimsvísu, um tísku- og fataframleiðslu og hvernig hægt sé að auka sjálfbærni og umhverfisvitund. Hluti af umræðunni eru aukin gæði, meðvitund um uppruna, efnisnoktun og staðbundna framleiðslu.
Hér má sjá yfirlit yfir dagskrá ráðstefnudagsins.
Hér má sjá yfirlit yfir fyrirlesarana.