Barnamenningarhátíð verður haldin dagana 29. apríl - 4. maí 2014. Höfuðborgarstofa hvetur alla sem hafa áhuga á því að efla barnamenningu, hverju nafni sem hún nefnist, að senda inn tillögur að dagskráratriðum fyrir 1. apríl.
Barnamenningarhátíð er kærkominn vettvangur fyrir menningu barna, menningu með börnum og menningu fyrir börn. Frítt er inn á alla viðburði Barnamenningarhátíðar. Dagskráratriði skal skrá til þátttöku á
barnamenningarhatid.is/taka-thatt. Við tökum vel á móti öllum tillögum.
Upplýsingar veita Guðmundur Birgir Halldórsson
gudmundur@visitreykjavik.is og Karen María Jónsdóttir
karen@visitreykjavik.is viðburðastjórar á Höfuðborgarstofu.
Mynd er frá setningu Barnamenningarhátíðar 2013.