Fréttir

3.3.2014

Vísindaferð arkitekta



Skemmtinefnd Arkitektafélags Íslands efnir til „vísindaferðar“ á föstudaginn 7. mars kl. 15-19. Skoðaðar verða nýbygging Framhaldsskóla Mosfellsbæjar eftir A2F, nýju brýrnar yfir Elliðaárósa eftir Tröð og Fellastígur eftir Skyggni frábært. Í næsta mánuði stendur svo til að fara saman fótgangandi að skoða Sæmundargarða eftir Hornsteina og Hannesarholt eftir ARGOS og Reyni Vilhjálmsson.


Farið með langferðabifreið (ekki rútu) frá höfuðstöðvum AÍ – Hönnunarmiðstöðinni í Vonarstræti 4b. Rútufargjaldi verður stillt í hóf og auk þess bjór/vatn á kostnaðarverði allan túrinn.

Dagskrá

15:00     Brottför frá höfuðstöðvum
15:30     Komið að Framhaldsskólanum í Mosó – Kynning í salnum með myndefni, á öllum verkefnum (brýrnar, skólinn og stígurinn)
16:00     Framhaldsskólinn í Mosó skoðaður hátt og lágt
17:30     Brottför að Fellastíg
17:45     Fellastígur skoðaður
18:15     Ekið frá Breiðholti
18:30     Brýrnar skoðaðar í ljósaskiptunum
19:00     Brottför í miðbæinn
19:15     Kaffibarinn fyrir þá sem vilja ræða þessi verkefni frekar….hinir fara bara heim

Í næsta mánuði stendur svo til að fara saman fótgangandi að skoða Sæmundargarða eftir Hornsteina og Hannesarholt eftir ARGOS og Reyni Vilhjálmsson.

Þeir sem hafa áhuga eru vinsamlega beðnir um að skrá sig með tölvupósti á hallmar@ai.is fyrir hádegi á fimmtudag.
Skemmtinefnd AÍ lýsir yfir miklum áhuga á því að fá félaga FÍLA og FHÍ með í för en það skal sérstaklega tekið fram að allir eru velkomnir!

















Yfirlit



eldri fréttir