Fréttir

4.3.2014

Úthlutun ferðastyrkja



Hönnunarsjóður úthlutar nú ferðastyrkjum í annað skipti til hönnuða og arkitekta, alls 1,1 milljón króna til 11 aðila. Ferðastyrkirnir nema allir 100.000kr.

Nú er opið fyrir umsóknir um Þróunar- og rannsóknarstyrki, verkefnastyrki og Markaðs- og kynningarstyrki hönnuarsjóðs. Umsóknarfrestur er til 15. apríl en einingis verður údeilt einu sinn á árinu í þessum styrkjarflokkum. Jafnframt er opið fyrir umsóknir um ferðastyrki, en ferðastyrkjum er úthlutað fjórum sinnum yfir árið. Umsóknarfrestur fyrir næstu úthlutun ferðastyrkja er einnig 15. apríl.

43 umsóknir bárust sjóðnum um ríflega 60 ferðastyrki. Styrkirnir dreifast jafnt til ungra hönnuða sem eru að stíga sín fyrstu skref og reyndari hönnuða sem hyggja á frekari landvinninga sem og vítt og breitt um hönnunarsviðið. Hvoru tveggja er mjög mikilvægt fyrir íslenskt hönnunarsamfélag. Hönnunarsjóður veitir styrki til margvíslegra verkefna á sviði hönnunar og arkitektúrs; þróunar og rannsókna, verkefna og markaðsstarfs auk sérstakra ferðastyrkja.

Eftiraldir umsækjendur hlutu ferðastyrk að upphæð 100.000kr. úr sjóðnum:
Halla Sigríður Margrétardóttir Haugen
Elísabet V. Ingvarsdóttir
Hanna Dís Whitehead
Nature Reload ehf.
Sigrún Birgisdóttir
Bóas Kristjánsson
Dýrfinna Torfadóttir
Kristín Ragna Gunnarsdóttir
Reykjavík Letterpress
Glamour Et Cetera
Una Baldvinsdóttir

Hönnunarsjóður heyrir undir atvinnu- og nýsköpunarráðuneyti og er tekjustofn hans árlegt framlag sem Alþingi ákveður á fjárlögum. Í ár er framlag til sjóðsins 25 milljónir króna.

Meginhlutverk hönnunarsjóðs er að efla þekkingu, ásamt atvinnu- og verðmætasköpun á sviði hönnunar og arkitektúrs með fjárhagslegum stuðningi. Sjóðurinn styrkir jafnframt kynningar- og markaðsstarf erlendis sem stuðlar að auknum útflutningi íslenskrar hönnunar.

Nánari upplýsingar á sjodur.honnunarmidstod.is
















Yfirlit



eldri fréttir