Fréttir

26.2.2014

Hugarflug 2014 í Listaháskólanum



Hugarflug, ráðstefna Listaháskólans um rannsóknir og listir, verður haldin 28. febrúar, kl. 9-17 í Þverholti 11. Í ár fylla 12 málstofur dagskrá Hugarflugs með yfir 50 erindum á sviði heimspeki, listkennslu, arkitektúrs, tónlistar, hönnunar, sviðslista, myndlistar, bókmenntafræði, menningarfræði og sýningarstjórnunar. Dagskráin hefst kl. 9 og stendur kl. 17. Allir velkomnir!


Ráðstefnan er sú þriðja í árlegri ráðstefnuröð skólans og mikilvægur liður í uppbyggingu þekkingar á fræðasviði lista. Efnt er til hennar í því markmiði að skapa opinn vettvang fyrir miðlun rannsóknarverkefna á sviðinu og draga fram þann fjölbreytileika sem einkennir nálgun, aðferðir, efnistök og miðlun.

Hugarflug er vettvangur fyrir stefnumót starfsmanna skólans, stundakennara, nemenda og annarra starfandi listamanna, hönnuða og fræðimanna á Íslandi og býður upp á tækifæri til tengslamyndunar í akademísku samhengi hinna skapandi greina.

Dagskrá Hugarflugs 28. febrúar 2014 má nálgast hér.
















Yfirlit



eldri fréttir