Miðvikudaginn 26. febrúar kl. 12.10 heldur Massimo Santanicchia, arkitekt og lektor við Listaháskóla Íslands erindið The Discovery of Architecture. Fyrirlesturinn er hluti af fyrirlestraröðinni Sneiðmynd, sem skipulögð er af hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskólans. Fyrirlesturinn verður haldinn í Þverholti 11, fyrirlestrarsal A og eru allir velkomnir.
Massimo Santanicchia er arkitekt, ráðgjafi um skipulagsmál og lektor við Listaháskóla Íslands. Massimo starfaði við arkitektúr og borgarhönnun í yfir 10 ár með arkitekastofum á Ítalíu, Bretlandi og á Íslandi, en frá 2008 hefur hann að mestu fengist við kennslu og rannsóknir. Hann fléttar saman kennslu, þróun almenningsrýma og ferðalögum, sem leið til að rannsaka og afla sér þekkingar. Massimo hefur kennt yfir 40 námskeið við Listaháskólann, flest um borgarfræði. Hann hefur haldið fyrirlestra á Ítalíu, Bretlandi, Noregi, Lettlandi, Grikklandi, Sviss, Ísrael, Kína, Nýja Sjálandi og fleiri löndum.
Fyrirlesturinn fjallar um persónulega leit hans að merkingu í arkitektúr. Í fyrirlestrinum dregur Massimo upp mynd af þessari leit með dæmum af ferlinum: Frá Perugia, Feneyjum, London, Reykjavík, Norður og Suður Ameríku auk Jerúasalem. Massimo trúir að mótun góðs arkitektúrs hefjist með góðri spurningu. Rannsóknir í hönnun skapa leiðir til að svara slíkum spurningum og varpa fram nýjum í leiðinni. Í rannsókn felst því listin að spyrja góðra spurninga og að deila og miðla þeim svörum á áhrifaríkan máta.
Fyrirlesturinn fer fram á ensku.
Sneiðmynd - skapandi umbreyting
Í fyrirlestrum vetrarins kynna kennarar deildarinnar eigin viðfangsefni og ræða tengsl þeirra við kennslu og uppbyggingu náms við deildina. Auk þess að fjalla um eigin verkefni verða tengsl sköpunar við kennslu, hönnun, rannsóknir og þekkingaröflun rædd út frá ýmsum sjónarhornum.
Við Hönnunar- og arkitektúrdeild er boðið upp á nám á fjórum námsbrautum til bakkalárgráðu, í arkitektúr, fatahönnun, grafískri hönnun og vöruhönnun, auk þess sem boðið er upp á nám í hönnun á meistarastigi.
Dagskrá vorannar:
12. mars kl. 12.10
Sigrún Birgisdóttir, arkitekt og deildarforseti
Lesið í rými
26. mars kl. 12.10
Bryndís Björgvinsdóttir, aðjúnkt í fræðigreinum
Hafsjór af heimildum: Af hverju er gaman að vera til?
9. apríl kl. 12.10
Lóa Auðunsdóttir, aðjúnkt í grafískri hönnun
Hin nýja fagurfræði
30. apríl kl. 12.10
Guðmundur Oddur Magnússon, prófessor í grafískri hönnun
Grafískur heimur
Hádegisfyrirlestrarnir eru í Sal A í húsnæði Hönnunar- og arkitektúrdeildar að Þverholti 11. Allir eru velkomnir.
Tengiliður: Katrín María Káradóttir, 8981511