Oddi og Félag íslenskra teiknara (FÍT) standa að opinni hönnunarsamkeppni fyrir matvælaumbúðir úr kartoni, bylgjupappír og/eða mjúku plasti. Keppnin er opin öllum,
án endurgjalds. Starfsfólk hjá stórum sem smáum hönnunarfyrirtækjum og auglýsingastofum er sérstaklega hvatt til
að senda inn tillögur.
Viðfangsefnið er matvælaumbúðir
Viðfangsefnið er matvælaumbúðir, hvort heldur fyrir
óunnið hráefni eða fullunna vöru á föstu eða fljótandi formi.
Matvara, sælgæti, drykkir ... hvaðeina kemur til greina.
Lögð verður áhersla á framleiðsluhæfi og notagildi umbúða, einnig efnisnotkun og umhverfisvænar lausnir. Nánari upplýsingar eru veittar á
keppni@oddi.is.
Skil á keppnisgögnum
Beiðni um keppnisgögn skal senda á
keppni@oddi.is með upplýsingum um nöfn, netföng og símanúmer þátttakenda. Allar tillögur sem berast verða númeraðar með sérstöku raðnúmeri og er því full nafnleynd á innsendu efni gagnvart dómnefnd. Frjálst er að senda fleiri en eina tillögu inn í keppnina. Tillögur mega ekki hafa verið framleiddar áður.
Framleiðslumöguleikar
Allar innsendar tillögur verða skoðaðar með framleiðslumöguleika í huga og kynntar sérstaklega fyrir viðskiptavinum Odda á sviði umbúðaframleiðslu. Samið verður sérstaklega við höfunda, ef til framleiðslu kemur. Tillögurnar skulu, að hluta eða í heild, miða við það hráefni sem keppnishaldarar leggja til.
Skilafrestur er 17. mars
Tillögum skal skila á rafrænu formi, í síðasta lagi mánudaginn 17. mars fyrir miðnætti. Öllum tillögum skal fylgja einfalt sýnishorn í samræmi við skilyrði í keppnisgögnum.
Verðlaun
1. verðlaun 100.000 kr. í peningum og 200.000 kr. prentinneign hjá Odda
2. verðlaun 75.000 kr. í peningum og 100.000 kr. prentinneign hjá Odda
3. verðlaun 50.000 kr. í peningum og 50.000 kr. prentinneign hjá Odda
Út fyrir boxið
Aukaverðlaun, 100.000 kr. prentinneign hjá Odda, verða veitt þeirri tillögu sem sýnir fram á framsækna, nýja eða óvenjulega nálgun á notkun umbúða.