Verslunin Galleria Reykjavik opnar í vor, í 400m2 húsnæði í gamla útibúi Landsbankans að Laugavegi 77. Auglýst er eftir hönnuðum sem hafa áhuga á að selja vörur sínar í verslununni sem mun selja íslenska hönnun í bland við heimsþekkt vörumerki.
Markmiðið er að að Galleria Reykjavik muni bjóða upp á það besta í íslenskri vöruhönnun, skartgripa og fatahönnun. Auk þess verða þar til sölu skór, úr, töskur, fylgihlutir og fatnaður frá Chloé, Tory Burch, Burberry, Marc Jacobs, Moncler, Longchamp, Tag Hauer og Breitling
Auglýst er eftir hönnuðum sem hafa áhuga á að selja vörur sýnar í búðinni. Áhugasamir eru beðnir um að hafa samband á
ini@ini.is.