Næsta vor verður haldin ný og óvenjuleg tónlistar- og menningarhátíð í Kaupmannahöfn. Fjöldi vinsælla og þekktra tónlistarmanna frá Danmörku, Færeyjum, Íslandi og Grænlandi spila á hátíðinni sem fer fram dagana 9. og 10. maí 2014 í Kongens Have. Einnig verður kynning á öðrum hliðum menningar þessara landa, m.a. hönnun.
Hugmyndin er að á hátíðinni verði jafnframt hægt að komast komast í kynni við matar og listmenningu landanna. Tólf færeyskir hönnuðir hafa staðfest komu sína á hátíðina og hátíðarhaldar vilja gjarnan koma tækifærinu á framfæri til íslenska hönnuða. Hver standur sem er 3x3 metrar, kostar 400DKkr. og geta fleiri en einn hönnuður sameinast um stand.
Nánari upplýsingar á vefsíðu hátíðarinnar,
friggfestival.com, og þar eru upplýsingarnar aðgengilegar á íslensku.