Fréttir

28.1.2014

Íslensk hönnun og hönnuðir á Stocholm Design Week



Nokkrir íslenskir hönnuðir og fyrirtæki mæta með það nýjasta úr sínum smiðjum á Stockholm Furniture Fair sem fer fram dagana 4. - 9. febrúar. Á hönnunarvikunni stendur einnig Hönnunarmiðstöð Íslands í samstarfi við Design Forum Finland, fyrir fundi með fulltrúum allra hönnunarmiðstöðva Norðurlandanna þar sem nýtt samstarfsverkefni verður rætt.


Á. Guðmundsson, Bryndís Bolladóttir og Erla Sólveig Óskarsdóttir kynna ný húsgögn á sýningarbás í samstarfi við Íslandsstofu á Stockholm Furniture Fair. Þar má jafnframt finna líkan af Stöðinni eftir KRADS arkitekta sem verður til sýnis á sýningarbás sænska hlaðvarpans Summit sem sérhæfir sig í umfjöllun um hönnun. Summit hefur átt í farsælu samstarfi við HönnunarMars í gegnum tíðina og gerði m.a. fjóra hlaðvarpsþætti um hátíðina í fyrra.

Hönnunarmiðstöð Íslands í samstarfi við Design Forum Finland stendur fyrir hádegisverði í Stokkhólmi á hönnunarvikunni. Þar munu fulltrúar norrænu hönnunarmiðstöðvanna ræða mögulegt samstarf á sameiginlegum kynningarvettvangi norrænnar hönnunar. Fundurinn markar upphaf á spennandi samstarfsverkefni sem hugsað er til langs tíma. Fylgist með!


Mynd: Íslenski sýningarbásinn á Stockholm Furniture Fair.



Mynd: Nýir stólar frá Á. Guðmundsson sem eru sýndir á Stockholm Furniture Fair.
















Yfirlit



eldri fréttir