Fréttir

19.1.2014

Leynivopnið verðlaunað fyrir merki Systrasamlagsins



Hönnunarteymið Leynivopnið unnu til verðlauna fyrir merki sem þau hönnuðu fyrir Systrasamlagið og fengu birtingu á því í einu virtasta hönnunartímariti heims, Communication Art.

Leynivopnið er hönnunarfyrirtæki í Reykjavík og hefur verið starfandi síðan 2010. Það er rekið af Einari Gylfasyni, grafískum hönnuði, og Unni Valdísi Kristjánsdóttur, vöruhönnuði.

Verðlaunin sem Leynivopnið hlaut eru fyrir merki sem hannað var fyrir Systrasamlagið, sem er heilsuhof á Seltjarnarnesi, rekið af tveimur systrum, sem bjóða upp á heilsusamlegt góðgæti og annan heilsutengdan varning.

Tímaritið sem verðlaunamerkið birtist í er Communiaction Arts, Typography Annual 4, sem er tölublað janúar/febrúar 2014. Tímaritið er eitt stærsta og virtasta fagtímarit sem fjallar um hönnun og gefið er út í heiminum í dag, stofnað 1959.

Hönnunarmiðstöðin óskar Leynivopninu innilega til hamingju með verðlaunin!

















Yfirlit



eldri fréttir