Fréttir

10.1.2014

Námskeið í rekstri og fjármálum



Til að stuðla að bættu rekstrarumhverfi lítilla fyrirtækja á Íslandi hefur Opni háskólinn í HR í áraraðir boðið upp á námskeiðið Rekstrar- og fjármálanám. HR býður hönnuðum og arkitektum 15% aflslátt af námskeiðsgjaldinu. Kennsla fer fram á þriðjudögum og fimmtudögum frá klukkan 17:15 - 20:15, 28. janúar - 8. apríl.

Námskeiðið skiptist í sjö hluta:
Samninga- og samskiptatækni (9 klst.)
Bókhald og ársreikningar (18 klst.)
Verkefna- og tímastjórnun (9 klst.)
Stofnun og rekstur (9 klst.)
Fjármálastjórnun (3 klst.)
Stjórnun (6 klst.)
Markaðsfræði (6 klst.)


Unnin eru hagnýt verkefni þar sem lögð er áhersla á virkni nemenda í tímum. Ekki er prófað úr námsefninu.

Námið hentar sérstaklega þeim sem vilja fræðast um grunnatriði í rekstri og stjórnun lítilla og meðalstórra fyrirtækja og þeim sem vilja auka þekkingu sína á fjármálum í rekstri fyrirtækja. Nemendahópurinn hefur í gegnum tíðina verið fjölbreyttur og hafa námið sótt m.a. sjálfstæðir rekstraraðilar; s.s. hönnuðir, starfsmenn og stjórnendur í iðngreinum, úr matvæla- og veitingageiranum og ferðaþjónustunni. Aðrir verktakar, verslunarstjórar, rekstrarstjórar, frumkvöðlar o.m.fl.

Ávinningur:
  • Hagnýt þekking sem nýtist strax í starfi
  • Aukin innsýn og skilningur á helstu áhrifaþáttum í rekstri fyrirtækja
  • Dýpri skilningur á tengslum fjármála við aðra þætti í rekstri fyrirtækisins
  • Verð: 189.000 kr.

Nánari upplýsingar má finna hér.

Nánari upplýsingar veitir:
Viðar Þorláksson,
Verkefnastjóri hjá Opna háskólanum í HR
vidarth@hr.is / 599 6388
















Yfirlit



eldri fréttir