Hlemmur Square Hostel, Epal og Gerðuberg bjóða hönnuðum og arkitektum að nota húsnæði sitt til sýninga eða viðburða á HönnunarMars. Við hvetjum hönnuði og arkitekta sem ekki hafa fundið sér húsnæði fyrir HönnunarMars til þess að kynna sér málið.
Hlemmur Square Hostel
Hlemmur Square Hostel, sem staðsett er á móti Hlemmi, við Laugaveg 105 býður hönnuðum og arkitektum húsnæði til afnota fyrir sýningar og/eða innsetningar á HönnunarMars. Hostelið er vel staðsett og því gæti þetta hentað einhverjum hönnuðum og arkitektum sem enn eru í vandræðum með að finna húsnæði.
Þeim hönnuðum sem hafa áhuga á að skoða þetta er bent á að hafa samband við William Mirra á netfanginu
william@hlemmursquere.com
Sýningarrými í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi
Vantar þig sýningarpláss á HönnunarMars? Hvernig væri að sýna í 111 Reykjavík! Menningarmiðstöðin Gerðuberg býður hönnuðum, arkitektum eða teymi hönnuða að sýna í sýningarými anddyris á efri hæð hússins á HönnunarMars.
Anddyrið er nokkuð stórt, en það sem skilgreint er sem sýningaraðstaða 12m2 og samanstendur af tveimur veggjum sem eru 3,1m og 3,7m breiðum auk gólfplássins. Mögulegt er að teygja sýningarrýmið út fyrir þetta svæði eftir hentugleika.
Gerðuberg á mikið af stöpplum, hillum, plexihjálmum, sjónvörpum, skjávörpum, kösturum og öðrum sýningarbúnaði auk þess sem hægt er að óska eftir að mála veggi í litum að eigin vali. Á sýningarsvæðinu er súla sem hægt er að nýta (sjá meðfylgjandi ljósmynd frá Origamisýningu).
Gerðuberg aðstoðar sýnanda við uppsetningu og kynningarmál. Í kynningu felst umfjöllun á heimasíðu og facebook auk fréttatilkynninga til fjölmiðla. Gerðuberg tryggir verkin á meðan á sýningu stendur. Séu verk til sölu fer sú sala fram í gegnum listamanninn, Gerðuberg tekur ekki söluþóknun.
Áhugasamir hafi samband við Margréti Valdimarsdóttur í síma 575 7715 / 848 0683,
margret.valdimarsdottir@reykjavik.is