Hinn árlegi HönnunarMars er stærsta verkefni Hönnunarmiðstöðvar og helsti kynningarvettvangur hönnunar á Íslandi. Nú leitum við að öflugum sjálfboðaliðum til að leggja okkur lið við að gera hátíðina í ár sem allra glæsilegasta.
Við leitum að:
- Nemum eða nýútskrifuðum einstaklingum úr tengdum faggreinum
- Duglegu fólki með brennandi áhuga á íslenskri hönnun og arkitektúr
- Einstaklingum sem geta unnið sjálfstætt og eru samstarfsfúsir
Verkefnin geta verið að ýmsum toga, þar á meðal gagnaúrvinnsla, grafísk hönnun, vefverkefni eða annað tilfallandi. Sjálfboðaliðar geta ýmist unnið fullan vinnudag eða hluta úr degi. Mikilvægt er að viðkomandi sé sveigjanlegur og geti hafið störf sem fyrst.
Umsókn:
Sendu okkur línu á ritstjorn@honnunarmidstod.is þar sem eftirfarandi spurningu er svarað:
Af hverju hef ég áhuga á sjálfboðavinnu/starfsnámi hjá HönnunarMars?
Með umsókn skal fylgja ferilskrá, meðmæli og staðfesting frá skóla eða prófskírteini. Starfsnám hjá HönnunarMars er ekki launað en getur verið vegleg viðbót á ferilskrá viðkomandi.
Við erum staðsett í hjarta miðbæjarins á Torgi Vonar (Vonarstræti 4b). Sjálfboðaliðar munu komast í kynni við skemmtilegt og skapandi fólk, þar á meðal starfsfólk Hönnunarmiðstöðvar og verða hluti af því öfluga teymi sem þar starfar.