Fréttir

17.1.2014

Hönnuðir hittast | Skráning viðburða



Á Hönnuðir hittast þann 29. janúar 2014 verður fjallað um skráningu viðburða í dagskrá en skráningarfrestur er til og með 7. febrúar.Verkefnastjóri HönnunarMars, ritjóri dagskrár auk fleiri starfmanna Hönnunarmiðstöðvar verða á staðnum til þess að fara yfir hagnýt atriði, svara spurningum og aðstoða hönnuði eins og þurfa þykir við skráningarnar.

Með skráningunni þarf að fylgja texti að hámarki 300 slög og myndir í prentupplausn og slóð viðkomandi viðburðar á Facebook. Þátttökugjald fyrir félagsmenn í einhverju fagfélaganna níu sem eiga Honnunarmiðstöð Íslands er 7.000 kr en er 25.000 kr. fyrir aðra. Greitt er fyrir hvern viðburð en ekki fyrir hvern þátttakanda.

Skráning viðburða fer fram rafrænt og skráningareyðublaðið má finna hér.
Viðburðinn ( Hönnuðir hittast 29. janúar ) á Facebook má finna hér.

Vonumst til að sjá sem flesta, miðvikudaginn 29. janúar kl. 17:30 á Bergson Mathúsi, Templarasundi 3.

(Athugið breyttan tíma, viðburðurinn var upphaflega skráður 5. febrúar)

Mynd: Valgaraður Gíslason, á viðburðinum „You say it best when you say nothing at all“ í gallerí Þoku á HönnunarMars 2013
















Yfirlit



eldri fréttir