Fréttir

13.1.2014

Mannamót í janúar



Á fyrsta Mannamóti ársins, miðvikudaginn 29. janúar kl. 17:15 munum við heyra frá Huldu Hreiðarsdóttur, stofnanda og Imaginator hjá leikfangafyrirtækinu Fafu og Kjartani Sverrissyni, framkvæmdastjóra Guitarparty.com. Mannamót er haldið síðsta miðvikudag hvers mánaðar kl. 17:15-18:30 á Loftinu, Austurstræti 9.

Hulda Hreiðarsdóttir
stofnaði Fafu fyrir tæpum 5 árum síðan en félagið gekk nýlega í gegnum miklar breytingar. Hún mun fjalla tæpitungulaust um helstu áskoranir verkefnisins, sigra og áföll og ekkert draga undan. Nánari upplýsingar um Fafu á vefsíðu þeirra fafutoys.com .

Kjartan Sverrisson er einn úr teyminu sem byggt hefur upp GuitarParty.com síðustu árin. Hann ætlar að segja frá uppbyggingunni, öllu því sem gengið hefur vel og ekki síður því sem gengið hefur illa og draga má lærdóm af.

Hvar: Loftið, Austurstræti 9,101 Reykjavík
Hvenær: Miðvikudaginn 29. janúar
Tími: kl.17.15-18.30

Hvert Mannamót hefst á stuttri kynningu, þar sem sagt er frá reynslusögu fyrirtækis, rannsókn, hugmyndafræði eða öðru áhugaverðu. Þetta er breytilegt hvert sinn en byrjar kl.17.15 svo fólk skal mæta tímalega. Athugið að þessi viðburður er ókeypis og ekki þarf að skrá sig - bara mæta!

Samstarfssamtök; ÍMARK, Almannatengslafélagið, SÍA, SVEF, Hönnunarmiðstöð, Ský, FVH, RUMBA Alumni, MBA félag HÍ, Stjórnvísi, Innovit, KVENN, SFH, FKA
















Yfirlit



eldri fréttir