Fréttir

7.2.2014

Skráningu í dagskrá HönnunarMars lýkur í dag



Skráningu í dagskrá HönnunarMars lýkur í dag, föstudaginn 7. febrúar, en hægt verður að skrá viðburði til miðnættis.
Allir íslenskir hönnuðir og arkitektar, ásamt verslunum og fyrirtækjum sem framleiða eða selja íslenska hönnun geta skráð viðburð á hátíðina.

Skráningin fer fram hér.

Stjórn HönnunarMars mun fara yfir innsendar skráningar og í kjölfarið verður tengilið viðburðar svarað skriflega.

Greitt er fyrir skráningu allra viðburða. Skráningargjald fyrir aðila sem eru í einu af fagfélögunum níu sem eiga Hönnunarmiðstöð Íslands er 7.000 kr. Skráningargjald fyrir aðila sem standa utan fagfélaganna er 25.000 kr.

Ath. Þetta á við um hvern einstakan viðburð en ekki fyrir hvern þátttakenda.

Innifalið í skráningargjaldi er birting viðburðar í dagskrárriti, í appi og á heimasíðu hátíðarinnar (honnunarmars.is/designmarch.is). Gjaldið verður innheimt þegar skráning hefur verið samþykkt af stjórn HönnunarMars.

Með skráningunni skulu fylgja myndir í prentupplausn (300 punktar). Myndir skulu vera lýsandi fyrir viðburðinn og án texta. Við hvetjum hönnuði til að senda inn fjölbreyttar myndir til að hægt sé að velja úr myndum fyrir framsetningu á vef, í appi og dagskrárriti. Góðar myndir skila betri árangri. Myndaskrá skal vera merkt nafni viðburðar og send á myndir@honnunarmidstod.is.

Ef óskað er frekari upplýsinga má hafa samband í tölvupósti á ritstjorn@honnunarmidstod.is og í síma Hönnunarmiðstöðvar Íslands 771 2200.
















Yfirlit



eldri fréttir