Fréttir

14.1.2014

Verkefni á vegum FÍT á HönnunarMars

Félag Íslenskra teiknara og félagsmenn standa fyrir þremur stórum samsýningum á HönnunarMars auk smærri viðburða. Nú er verið að kalla eftir umsóknum hönnuða til þátttöku í tveimur samsýningum á veggspjöldum með ákveðnu þema og einnig er er verið að kalla eftir innsendingum í FÍT verðlaunin.

Um er að ræða:
1. Samsýningu á veggspjöldum 30 hönnuða sem unnin verða í tengslum við valið á fegursta orðinu í íslenskri tungu.
2. Sýning í Borgarleikhúsinu á veggsjöldum hönnuða innblásin af verkinu „Furðulegt háttarlag hunds um nótt“.
3. Sýning á verðlaunaverkum hinnar árlegu FÍT keppni en nú er verið að kalla eftir innsendingum fyrir verðlaunin



Fegursta orðið | Veggspjaldasýning á Hönnunarmars 2014

Fyrir stuttu var mikil leit eftir fegusta orði Íslenksarar tungu á vegum Háskóla Íslands. Allir gátu lagt inn sýnar tillögur og á endanum stóðu upp úr 30 orð. FÍT hefur ákveðið að stofna til samsýningu 30 hönnuða þar sem allir fá úthlutað orði til eigin túlkunar. Einu skilyrðin eru að skila af sér plakati í stærðinni A1.

Til að öðlast þátttöku þarf að senda póst á almennt@teiknarar.is. Stjórnin mun skipa nefnd af teiknurum til að velja, í samstarfi við sig, 30 teiknara fyrir sýninguna. Öllum er frjálst að taka þátt, líka nemendum í LHÍ. Við viljum við fá sem fjölbreyttustu flóru grafískra hönnuða og við getum.

Umsóknarfrestur er til föstudagsins 17. janúar 2014.

Hér má sjá 30 fegurstu orð íslenskar tungu.

Tökum yfir Hönnunarmars.

Kveðja, stjórnin.



Furðulegt háttalag hunds um nótt | Veggpjaldasýning í Borgarleikhúsinu

FÍT í samstarfi við Borgarleikhúsið, ætlar að efna til samsýningar, þar sem tuttugu grafískir hönnuðir verða fengnir til að hanna sína eigin útgáfu af veggspjaldi sem tengist verkinu „Furðulegt háttalag hunds um nótt”, sem frumsýnd verður í Borgarleikhúsinu í byrjun mars. Þetta verk varð fyrir valinu því að það býður upp á ríkulegt myndmál, textarnir eru hnyttnir og brúklegir til notkunar grafískt og býður verkið upp á marga túlkunarmöguleika.

Hönnuðir sem taka þátt í sýningunni munu fá handritið að leiksýningunni, eintak af bókinni „Furðulegt háttalag hunds um nótt” og fjóra miða á leiksýninguna. Einnig verður boðið upp á fund með leikstjóra og leikmyndahönnuði fyrir innblástur. Ekki er endilega ætlast til þess að hönnuðir vinni veggspjaldið út frá útliti leiksýningarinnar, heldur eru þeir hvattir til þess að túlka sýninguna á sinn eigin hátt og í sínum eigin stíl.

Valnefnd mun velja tuttugu hönnuði og er markmiðið að velja ólíka hönnuði og gera eins fjölbreytta og skemmtilega sýningu og hægt er.

Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt mega senda póst á fanneysizemore@gmail.com, fyrir föstudaginn 24.janúar, þar sem fram kemur nafn og sýnishorn af þremur verkum eða vefslóð á heimasíðu.

Borgarleikhúsið er styrktaraðili sýningarinnar og greiðir fyrir prentun. Borgarleikhúsið mun ekki eignast höfundarrétt af plakötunum sem verða á sýningunni og þau ekki notuð í markaðstilgangi, nema um það verði sérstaklega samið.

Sýningin verður haldin í forsal Borgarleikhússins dagana 24-31. mars. 24.mars verður málþing/fyrirlestrar um veggspjöld í leikhúsum á Íslandi og hvað tíðkast í öðrum löndum.

Um leiksýninguna:
Christopher er fimmtán ára stærðfræðiséní. Þegar hundur nágrannans finnst dauður einn morguninn ákveður hann að komast að því hvað býr að baki. Í rannsókninni kemst Christopher á snoðir um dularfull bréf sem tengjast fjölskyldu hans. Við tekur hættuför til borgarinnar sem hefur í för með sér óvæntar afleyðingar og umturnar lífi hans svo um munar. Við fylgjumst með því hvernig einstökum dreng reiðir af í heimi fullorðna fólksins, sjáum spegilmynd hins venjulega í augum hins óvenjulega. Verkið er í senn spennandi morðsaga og þroskasaga ungs drengs á jaðri samfélags- sérstakt, hlýlegt og fyndið og lætur engan ósnortinn.

Leikrit Simons Stephens byggir á samnefndri skáldsögu Mark Haddon. Bókin vakti mikla athygli þegar hún kom út og hlaut öll helstu bókmenntaverðlaun þess árs.



FÍT verðlaunin 2014

Senn líður að FÍT verðlaunum 2014 sem verða veitt í vikunni fyrir HönnunarMars. Nákvæm dagsetning og staður verða tilkynnt síðar en hér eru helstu upplýsingar og reglur varðandi skil.

Fyrri skilafrestur er 31. janúar en seinni er 7. febrúar. Við mælum með að senda fyrir fyrri skilafrest en þá er veittur afsláttur af skráningargjaldi, 3.500 kr. í stað 5.000 kr.

Skráningarvef keppninnar er að finna á http://teiknarar.is/2014 en þar skal verkum skilað inn en verkum sem þarf að skila til skoðunar þarf að afhenda til Hönnunarmiðstöðvar Íslands.

Flokkana og ítarlegri upplýsingar um skil og reglur er að finna hér: http://teiknarar.is/2014/2014.pdf Skráningarvefurinn og FTP skilasvæði verða komin upp á næstu dögum og munum við tilkynna þegar það er tilbúið.
















Yfirlit



eldri fréttir