Fréttir

13.1.2014

RFF hefur valið sjö hönnuði til þátttöku



Reykjavík Fashion Festival (RFF) verður haldin dagana 27.- 30. mars í ár, samhliða HönnunarMars. Þeir sjö hönnuðir sem RFF hefur valið til að sýna í ár eru: Cintamani, Ella, Farmers Market, JÖR by Guðmundur Jörundsson, Magnea Einarsdóttir, REY og Sigga Maija.

RFF var stofnað árið 2009 fer því hátíðin því fram í fimmta sinn í ár. Markmið RFF er að markaðssetja og vekja athygli á íslenskri fatahönnun og þeirri þróun og tækifærum sem í henni felast.

Nánari upplýsingar á heimasíðu Reykjavík Fashion Festival, www.rff.is
















Yfirlit



eldri fréttir