Finnska arkitektastofan friman.laaksonen arkkitehdit sýnir óframkvæmdar draumsýnir og verk í anddyri Norræna hússins frá 9. - 30. janúar 2014. Fimmtudaginn 9. janúar kl. 16:00 opnar sýningin og þá verður jafnframt haldinn fyrirlestur í tengslum við sýninguna.
Sýningin ber heitið „12 draumar arkitekta“ en þar má sjá tillögur stofunnar að verkum
sem hafa hlotið fyrstu og önnur verðlaun í arkitektasamkeppnum.
Friman.laaksonen AB er í eigu tveggja arkitekta sem búsettir eru í Helsinki, Kimmo Friman og Esa Laaksonen, en þeir eru báðir meðlimir í Félagi finnskra arkitekta; SAFA.