Fréttir

2.1.2014

Spark Design Space í samstarfi við Textílprentun Íslands



Spark Design Space
hefur hafið samstarf við Textílprentun Íslands um framleiðslu á efnum í tengslum við sýningar gallerísins. Samstarfið felur í sér að samhliða hverri sýningu í Sparki verða hönnuð og frameidd efni út frá sýningunni.

Textílprentun Íslands var stofnuð árið 2013 og keypti fyrr á árinu afar fullkominn prentara til að prenta á textíl. Fyrirtækið prentar á vönduð efni frá Bretlandi, meðal annars ýmiskonar bómull, ull og silki.

Fyrstu efnisstrangarnir voru að koma úr framleiðslu. Þetta eru skvísur Sigga Eggertssonar prentaðar á 100% bómull. Annarsvegar er um að ræða svokallað poplin og hinsvegar drill sem einnig má nota sem áklæði. Smátt og smátt mun Spark byggja upp safn af einstökum efnum. Það verður sem sagt líf í tuskunum á Klapparstígnum. Meterinn af efninu kostar 14.900 kr.

Hönnunarsjóður Auroru veitti styrk til að koma verkefninu af stað.
















Yfirlit



eldri fréttir