Fréttir

19.12.2013

Hönnuðir hittast | Þátttaka í kaupstefnunni DesignMatch



Á Hönnuðir hittast þann 8. janúar 2014 verður fjallað um þátttöku í kaupstefnunni DesignMatch. Þar verður farið yfir umsóknarferlið og hvað sé mikilvægt að draga fram umsóknunum sjálfum. Einnig verður farið viðburðurðinn sjálfan; hvernig hönnuðir geta nýtt sér hann sem best og fylgt nýjum tengslum eftir.


DesignMatch er samstarfsverkefni Hönnunarmiðstöðvar og Norræna Hússins og fer fram í Norræna húsinu föstudaginn 28. mars. Á kaupstefnunni kynna hönnuðir verkefni sín fyrir erlendum hönnunarfyrirtækjum, framleiðendum og endurseljendum. Kaupendur velja sér nokkra hönnuði úr innsendum umsóknum til hitta þennan dag á Kaupstefnunni og er umsóknarfrestur til þátttöku til 19. febrúar.

Fyrirtækin One Nordic Furniture Company og Wrong for Hay hafa nú þegar staðfest komu sína. Viðræður eiga sér stað við fleiri fyrirtæki en vænta má 4-6 kaupenda í heild.

Samningar hafa verið undirritaðir í kjölfar DesignMatch og vettvangurinn hefur sannað gildi sitt sem tækifæri fyrir íslenska hönnuði til að kynna verkefni sín fyrir gestunum. Skemmst er að minnast samninga Wrong for Hay við Hildigunni og Snæfríð með rifdagalið og Design House Stockholm við Chuck Mack með skrifborðið Fákar. Nokkur verkefni íslenskra hönnuða eru enn í vöruþróun og viðræðum eftir árangursríka fundi á DesignMatch.

Nánari upplýsingar um DesignMatch má finna hér.
Facebook viðburðinn má finna hér.

Vonumst til að sjá sem flesta, miðvikudaginn 8. janúar kl. 17:30 á Bergson Mathúsi, Templarasundi 3.

Um Hönnuðir hittast

Hönnunarmiðstöðin stendur fyrir mánaðarlegum opnum fræðslu- og spjallfundum annan veturinn í röð. Efnistaki fundanna er ætlað að vera gagnlegt hönnuðum og miðla hagnýtum upplýsingum um þátttöku í HönnunarMars og taka á viðfangsefnum sem tengjast hönnunarsenunni. Fundirnir verða haldnir fyrsta miðvikudag hvers mánaðar kl. 17:30-19 í ljúfu umhverfi Mathúss Bergsson, Templarasundi 3, þar sem hægt er að gæða sér á dýrindis veitingum í leiðinni.

4. september 2013 | Hönnuðir hittast á ný
2. október 2013 | Kynning á erlendum hönnunarhátíðum
6. nóvember 2013 | Framsetning verkefna, miðlun og markaðssetning
4. desember 2014 | Verkefni í vinnslu fyrir HönnunarMars 2014
-
8. janúar 2014 | Þátttaka í kaupstefnunni DesignMatch
5. febrúar 2014 | Skráning í dagskrá, spurningar og svör
5. mars  2014 | Upptaktur að HönnunarMars, erlendir blaðamenn og samskipti við fjölmiðla
2. apríl 2014 | Endurmatsfundur

Verið með í Hönnuðir hittast hópnum á Facebook, hann finnið þið hér.
















Yfirlit



eldri fréttir