Hönnunarsjóður úthlutar nú í fyrsta skipti til hönnuða og arkitekta, ríflega 41 milljón króna.
Rúmlega 200 umsóknir bárust sjóðnum og var sótt um yfir 400 milljónir, eða tífalda uppæðina sem var til skiptana. Hönnunarsjóður veitir styrki til margvíslegra verkefna á sviði hönnunar og arkitektúrs; þróunar og rannsókna, verkefna og markaðsstarfs auk sérstakra ferðastyrkja.
Alls hljóta 29 verkefni styrk auk þess sem veittir eru 20 ferðastyrkir til 13 verkefna. Styrkupphæðirnar eru flestar á bilinu 1 - 2,5 milljónir en hæsti styrkurinn er 3,8 milljónir að þessu sinni. Ferðastyrkirnir nema allir 100 þúsundum.
Meðal verkefna sem hljóta styrki eru nýjar fatalínur leiðandi sem og ungra og upprennandi fatahönnuða. Þá hljóta fatahönnunarfyrirtæki styrki til markaðssetningar erlendis. Það gera líka vöru- og húsgagnahönnuðir en þar er um að ræða mikilvæga fjárfestingu í starfsemi fjölmargra hönnuða og fyrirtækja. Einnig hljóta verkefni á sviði grafískrar hönnunar, arkitektúrs, leirkerahönnunar, skartgripahönnunar og textílhönnunar styrki.
Fimm rannsóknar- og söguskráningarverkefni hljóta styrki að þessu sinni en skrásetningu hönnunarsögu er ábótavant hér á landi.
Styrkirnir dreifast jafnt til ungra hönnuða sem eru að stíga sín fyrstu skref og reyndari hönnuða sem hyggja á frekari landvinninga. Hvoru tveggja er mjög mikilvægt fyrir íslenskt hönnunarsamfélag.
Hönnunarsjóður heyrir undir mennta- og menningarmálaráðuneyti og er tekjustofn hans árlegt framlag sem Alþingi ákveður á fjárlögum. Í ár er framlag til sjóðsins 45 milljónir króna.
Megin hlutverk hönnunarsjóðs er að efla þekkingu, ásamt atvinnu- og verðmætasköpun á sviði hönnunar og arkitektúrs með fjárhagslegum stuðningi. Sjóðurinn styrkir jafnframt kynningar- og markaðsstarf erlendis sem stuðlar að auknum útflutningi íslenskrar hönnunar.
Við úthlutun sjóðsins er lögð áhersla á fjóra flokka: þróunar- og rannsóknarstyrki, verkefnastyrki, markaðs- og kynningarstyrki og ferðastyrki.
Eftiraldir umsækjendur og verkefni fengu úthlutað úr sjóðnum:
Umsækjandi
|
Heiti verkefnis
|
Veitt upphæð
|
Vík Prjónsdóttir
|
Ný ævintýri Vík Prjónsdóttur
|
3.800.000kr.
|
Studiobility ehf
|
Selected by Bility
|
2.200.000kr.
|
Dögg Guðmundsdóttir
|
Yfirlit og nýtt
|
2.100.000kr.
|
Katrín Ólína Pétursdóttir
|
CUMUlab
|
2.000.000kr. |
Dagný Bjarnadóttir
|
Gengið á gleri
|
2.000.000kr.
|
Signý Kolbeinsdóttir
|
Markaðssetning Tulipop í Bretlandi
|
2.000.000kr.
|
G. Orri Finnbogason
|
Scarab - skartgripalína Orri Finn Jewels
|
2.000.000kr.
|
María Kristín Jónsdóttir
|
STAKA
|
1.800.000kr.
|
Anna Leoniak
|
fífa . steini . steinn
|
1.500.000kr.
|
As We Grow ehf.
|
Markaðssetning erlendis á As We Grow barnafatalínu
|
1.500.000kr.
|
Bryndís Bolladóttir
|
Markaðssetning kÚLU á skandinavískum markaði
|
1.500.000kr.
|
Scintilla ehf
|
Scintilla í samstarf við KJR Home
|
1.500.000kr.
|
Steinunn Sigurd ehf.
|
STEiNUNN - KARLMANNSLÍNA
|
1.500.000kr.
|
Sigrún Alba Sigurðardóttir
|
Arkitektúr hugmyndanna - hugmyndir arkitekta
|
1.000.000kr.
|
Kristín Þorleifsdóttir
|
Bók um borgarrými
|
1.000.000kr.
|
Kristbjörg Guðmundsdóttir
|
DUFTKER - ÞRÓUNARVERKEFNI
|
1.000.000kr.
|
Einar E. Sæmundsen
|
Garðsaga Íslands - Manngert umhverfi til gagns og gamans - móta umhverfið.
|
1.000.000kr.
|
Halldóra Arnardóttir
|
Íslensk híbýlafræði: Kristín Guðmundsdóttir.
|
1.000.000kr.
|
Jón Helgi Hólmgeirsson
|
Jónófón
|
1.000.000kr.
|
Sigríður Rún Kristinsdóttir
|
Líffærafræði Leturs
|
1.000.000kr.
|
Guðmundur Oddur Magnússon
|
Saga Grafískrar Hönnunar á Íslandi
|
1.000.000kr.
|
Atli Hilmarsson
|
Sumarnámskeið í grafískri hönnun
|
1.000.000kr.
|
Guðbjörg Kristín Ingvarsdóttir
|
Markaðs- og sölusókn í Bretlandi
|
930.000kr.
|
Helga Ósk Einarsdóttir
|
Milla
|
880.000kr.
|
Unnur Valdís Kristjánsdóttir
|
Float
|
750.000kr.
|
Magnea Einarsdóttir
|
magnea
|
750.000kr.
|
Erla Sólveig Óskarsdóttir
|
Dyngja og Hyrna á Norðurlandamarkað
|
700.000kr.
|
Inga S. Ragnarsdóttir
|
deiglumór
|
600.000kr.
|
Fatahönnunarfélag Íslands
|
Sýning á Hönnunarmars 2014
|
350.000kr.
|
Eftirtaldir hlutu ferðastyrk að upphæð 100.000kr. :
Anna María Bogadóttir
Anna Þórunn Hauksdóttir
Auður Ösp Guðmundsdóttir
Elísabet Agla Stefánsdóttir
Embla Vigfúsdóttir
Guðbjörg Káradóttir
Guðmundur Jörundsson
Hildigunnur Sverrisdóttir
Hildur Steinþórsdóttir
Hörður Lárusson
Ingibjörg HAnna Bjarnadóttir
Kristrún Thors
María Manda Ívarsdóttir
Marý Ólafsdóttir
Ólöf Jakobína Ernudóttir
Sigríður Sigurjónsdóttir
Sigrún Halla Unnarsdóttir
Sigurjón Pálsson
Sturla Már jónsson
Thibaut Allgayer