Fréttir

5.12.2013

Jóladagatal Hönnunarmiðstöðvar



Í ár leituðum við til erlendra vina okkar erlendis og báðum þá um að velja íslenska hönnun sem myndi gleðja þá. Jóladagatalið er birt á bloggi Hönnunarmistöðvar og við teljum niður að 24. desember, fylgist með
!

Það er áralöng hefð að telja niður dagana 24 í desember, dagana sem líða fram að sjálfum jólunum. Í áranna rás hafa þessar niðurtalningar tekið á sig margskonar myndir; litla glugga sem sýna fallegar myndir, jafnvel súkkulaði mola eða kerti sem brenna hægt allan mánuðinn í eldhúsum víða um land.

Undanfarin ár höfum við nýtt við dagana í desember til að rifja upp góða íslenska hönnun með vinum og kunningjum á bloggi Hönnunarmiðstöðvar [blog.icelanddesign.is]. Í ár leituðum við til þeirra vina okkar erlendis sem hafa sótt okkur heim og í kjölfarið jafnvel gerst einskonar sendiherrar íslenskrar hönnunar, til að velja sér eitthvað sem myndi gleðja þá ef það birtist bak við gluggann þeirra.

Blogg Hönnunnarmiðstöðvar er víðlesið, ekki bara erlendis þar sem það er á ensku, heldur líka hér heima. Það eru því líkur á að óskir erlendra vina okkar sem birtast bak við gluggana fari víða og vekja athygli.

Gleðilega aðventu!
















Yfirlit



eldri fréttir