Fréttir

29.11.2013

Hönnuðir hittast | Viðburðurinn minn á HönnunarMars



Á næsta Hönnuðir hittast, þann 4. desember kl. 17:30 ætlum við að velta fyrir okkur viðburðum okkar á HönnunarMars og skoða málin frá öllum hliðum. Hvað einkennir góða viðburði; hvað þarf til og hvaða efnisþættir eru mikilvægir.

Guðfinna Mjöll Magnúsdóttir, vöruhönnuður, segir okkur frá nokkrum viðburðum sem hún hefur komið að og eru minnistæðir frá HönnunarMars liðinna ára.

Um þessar mundir er að renna út frestur til að skila forskráningum til þátttöku í HönnunarMars en sá háttur er hafður á í ár að gefin verður út dagskrá og dreift erlendis.

Við hvetjum alla áhugasama til að koma með verkefnabækurnar sínar og hefja skipulagningu viðburða fyrir alvöru.

Viðburðinn á Facebook.

Um Hönnuðir hittast
Hönnunarmiðstöðin stendur fyrir mánaðarlegum opnum fræðslu- og spjallfundum annan veturinn í röð. Efnistaki fundanna er ætlað að vera gagnlegt hönnuðum og miðla hagnýtum upplýsingum um þátttöku í HönnunarMars og taka á viðfangsefnum sem tengjast hönnunarsenunni. Fundirnir verða haldnir fyrsta miðvikudag hvers mánaðar kl. 17:30-19 í ljúfu umhverfi Mathúss Bergsson, Templarasundi 3, þar sem hægt er að gæða sér á dýrindis veitingum í leiðinni.

Dagskrá fundanna í vetur:
4. sept. | Hönnuðir hittast á ný
2. október | Kynning á erlendum hönnunarhátíðum
6. nóvember | Framsetning verkefna, miðlun og markaðssetning
4. desember | Viðburðurinn minn á HönnunarMars
-
8. janúar | Þátttaka í kaupstefnunni DesignMatch
5. febrúar | Skráning í dagskrá, spurningar og svör
5. mars | Upptaktur að HönnunarMars, erlendir blaðamenn og samskipti við fjölmiðla
2. apríl | Endurmatsfundur
















Yfirlit



eldri fréttir