Fréttir

25.11.2013

Hönnunar- og house maraþon í Gamla bíói



Rauði Kross íslands og Sow standa fyrir hönnunarmarkaði og house stemningu í Gamla bíói þann 12. desember. Verið er að leyta að fleiri hönnuðum til þátttöku, en búið er að manna plötusnúða fyirr alla daginn.

Hönnuðir selja vörur sína á hliðargöngum Gamla bíós. Í kjallara hússins verður markaður með fatnaði frá fatasöfnun Rauða krossins og mun allur hagnaður af þeirri fatasölu renna til jólaúthlutunar Rauða krossins en það er árleg úthlutun til þeirra sem eiga um sárt að binda á jólunum.

Allan daginn munu plötusnúðar þeyta skífum í þakíbúð Gamla bíó. Um eftirmiðdaginn verður haldin tískusýning og síðan uppboð, en Dj Margeir mun þeyta skífum á tískusýningunni og svo síðar um kvöldið í þakíbúðinni. Allur ágóðinn af uppboðinu rennur til jólaúthlutunar Rauða krossins

Vöruhönnuðir og fatahönnuðir sama hafa áhuga á að taka þátt; með eigin sölu, í uppboðinu eða í tískusýningunni geta haft samband við skipuleggjendur viðburðarins:

Árný Björk Sigurðardóttir
S: 692-9788

Matthildur Sunna Dan Þorláksdóttir
S: 690-4966

Þuríður Ragna Jóhannesdóttir
S: 770-6715

Sow - Creation&Events
















Yfirlit



eldri fréttir