Fréttir

26.11.2013

Leiðbeiningarit um tollun frumgerða



Hjá Hönnunarmiðstöð Íslands er í vinnslu leiðbeiningarit fyrir hönnuði og tollayfirvöld um hvernig tolla eigi frumgerðir og sýnishorn. Verkefnið hófst árið 2011 með fundum Hönnunarmiðstöðvar Íslands, tollstjóraembættis, fjármála- og iðnaðarráðuneytis og umræðan því verið lengi í gangi.

Unnið er með Tollstjóra, DHL og hönnuðum að því að fá sem besta sýn á verkefnið og jafnframt greina þau vandamál sem hönnuðir standa frammi fyrir í dag. Tilgangur verkefnisins er að útlista bestu lausn við tollun miðað við tollalögin í dag og finna leiðir sem væri hægt að vinna að til framtíðar með betri lausn í huga.

Soffía Theódóra Tryggvadóttir stýrir verkefninu fyrir hönd Hönnunarmiðstöðvar Íslands. Soffía er með meistaragráðu í stjórnun og stefnumótun frá Háskóla Íslands og stýrir auk verkefnisins veftímaritinu Nordic Style Magazine.
















Yfirlit



eldri fréttir