Fréttir

2.12.2013

Jólaóróinn 2013



Í jólaóróum Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra fara saman íslenskur menningararfur, íslensk hönnun og ritsnilld ásamt mikilsverðu málefni. Gluggagægir er áttundi óróinn í seríunni en þau Siggi Eggertsson og Vilborg Dagbjartsdóttir leggja félaginu lið í ár. Siggi fæst við stálið en Vilborg við orðin.

Margir fremstu hönnuðir og skáld okkar Íslendinga hafa stutt félagið með túlkun sinni á íslensku jólasveinunum og fjölskyldu þeirra. Jólasveinarnir eru dýrmætur hluti af okkar menningararfi. Þessir ástsælu bræður eru eftirtektarverðir í útliti og háttum og setja mikinn ...svip á aðventuna og jólahaldið.

Stúfur í túlkun Þórunnar Árnadóttur og Braga Valdimars Skúlasonar er sjöundi óróinn í jólasveinaseríu Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra. Frá upphafi hafa margir af þekktustu hönnuðum og skáldum okkar Íslendinga lagt félaginu lið við gerð óróanna.

Þegar hafa Sigga Heimis og Sjón túlkað Kertasníki, Guðrún Lilja Gunnlaugsdóttir og Andri Snær Magnason túlkað Hurðaskelli, Katrín Ólína Pétursdóttir og Hallgrímur Helgason Grýlu, Hrafnkell Birgisson og Gerður Kristný Ketkrók, Snæfríð Þorsteins, Hildigunnur Gunnarsdóttir og Þórarinn Eldjárn Jólaköttinn, Ingibjörg Hanna Bjarnadóttir og Ingibjörg Haralds Leppalúða og Þórunn Árnadóttir og Bragi Valdimar Skúlason Stúf.

Tilgangurinn með gerð og sölu jólasveinanna er að auðga líf fatlaðra barna og ungmenna. Allur ágóði af sölu sveinanna rennur til Æfingastöðvar Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra. Stöðin sinnir umfangsmestu sjúkra- og iðjuþjálfun barna á landinu.

Nánar um jólaóróann hér.
















Yfirlit



eldri fréttir