Fréttir

19.11.2013

Sýningaropnun | Speglar Scintilla



Linda Árnadóttir fathönnuður og hönnuður Scintilla hefur hingað til lagt áherslu á textílvörur fyrir heimili en kynnir nú til sögunnar nýjan efnivið, spegla. Sýning á nýjum speglum Scintilla opnar í Sparks Design Space fimmtudaginn 21. nóvember kl. 18 og stendur til 28. febrúar.

Sérstaða speglanna byggir á framsæknum grafískum munsturheimi sem hönnuður og stofnandi fyrirtækisins, Linda Árnadóttir, hefur þróað síðastliðin 15 ár. Speglarnir eru framleiddir hjá Glerverksmiðjunni Samverki á Hellu, elstu starfandi glerverksmiðju landsins.
















Yfirlit



eldri fréttir